Krían mætt til Grímseyjar

Mynd: Eyþór Ingi Jónsson
Mynd: Eyþór Ingi Jónsson

Flestar tegundir farfugla eru komnar til Grímseyjar. Lundinn kom að vanda um miðjan apríl og fyrstu kríurnar sáust í byrjun vikunnar. Það var viðbúið því kríurnar koma yfirleitt í byrjun maí og hefja varp undir lok mánaðarins.

Krían er sá fugl í heiminum sem leggur lengsta vegalengd að baki milli varpstöðva við Ísland og vetrarstöðva við Suðurskautslandið eða alls um 35 þúsund km hvora leið.

Svartfuglinn mætti frekar snemma í ár. Bjargið var orðið þurrt, veðrið óvenju gott og fuglinn hóf því varpið í fyrra fallinu. Grímseyingar gátu því farið að gæða sér á fyrstu svartfuglseggjunum fyrr í vikunni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan