Gleði á þorrablóti

Mynd: Anna Maria Sigvaldadóttir
Mynd: Anna Maria Sigvaldadóttir

Það var margt um manninn í Grímsey um helgina þegar haldið var árlegt þorrablót í eyjunni. Það stefndi í metþátttöku enda veðrið og samgöngur með besta móti. Að vísu setti þoka á Akureyri strik í reikninginn á föstudeginum. Fyrri vélin náði að fara samkvæmt áætlun en þegar kom að seinni vélinni var þokan orðin það þétt að ekki var hægt að fljúga. Því var brugðið á það ráð að ferja farþega í rútu til Húsavíkur og fljúga þaðan til Grímseyjar.

Alls tóku um 80 manns þátt í þorrablótinu sem haldið var í félagsheimilinu Múla og var þema blótsins álfar. Gestir mættu sjálfir með sín trog og að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum tróð hljómsveitin „Í góðu lagi“ frá Húsavík á svið og hélt uppi dansi fram á nótt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan