Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Mynd: María H. Tryggvadóttir
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Umsóknarfrestur í styrktarsjóð Glæðum Grímsey, er til og með næstkomandi föstudag, 15. maí.
Umsóknareyðublöð má finna hér  og sendist á karen@ssne.is.

Nánar um sjóðinn og markmið:
Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2020, eða kr. 5.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins.

Stefnumótun og helstu markmið verkefnisins má sjá á www.grimsey.is og þar er einnig að finna umsóknareyðublað fyrir styrkumsóknir.

Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta og aukið frumkvæði þátttakenda, í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir. Ennfremur styrkir það verkefni ef þau leiða til samstarfs aðila innan héraðs og/eða til samstarfs við aðila utan héraðs. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Við vekjum sérstaklega athygli á því að búið er að rýmka úthlutunarreglur Brothættra byggða þannig að nú er einni heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði.

Umsóknum um styrki skal skila rafrænt á netfangið knh@akmennt.is til og með miðvikudeginum 15. maí 2020. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Karen Nótt Halldórsdóttir verkefnisstjóri í s. 696-7660 eða á netfanginu knh@akmennt.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan