Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: María Tryggvadóttir

Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2016 og 2017, eða kr. 6.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins í Grímsey.
Lesa fréttina Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey
Ferjan Sæfari

Fjölgun ferða til Grímseyjar

Ferðum ferjunnar Sæfara til og frá Grímsey verður fjölgað um tvær á viku í sumar og verður þá siglt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum og laugardögum. Nýja áætlunin gefur því ferðafólki sem kemur með ferjunni kost á að dvelja a.m.k. í sólarhring í eyjunni og kynnast þar með þessum einstaka stað betur en áður var í boði.
Lesa fréttina Fjölgun ferða til Grímseyjar
Símamynd af servíettunni.

Grímsey á servíettu

Til Grímseyjar komu í haust hjónin Lynnette og Paul Metz frá Wisconsin í Bandaríkjunum og höfðu með sér meriklega servíettu sem hafði farið víða. Á servíettuna var teiknað harla ónákvæmt kort af Íslandi og merktir inn á það nokkrir staðir sem þau þyrftu að heimsækja, þar á meðal voru Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Grímsey.
Lesa fréttina Grímsey á servíettu
Áætlun um að styrkja stöðu Grímseyjar

Áætlun um að styrkja stöðu Grímseyjar

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í bókun ráðsins þann 15. september þegar ráðið fjallaði um stöðu málefna Grímseyjar og byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir.
Lesa fréttina Áætlun um að styrkja stöðu Grímseyjar
Allir klárir í hlaupið. Mynd: Magnús Bjarnason.

Vel lukkað Norðurheimskautsbaugshlaup

Á þriðja tug hlaupara tók þátt í fimmta Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-ZIMSEN sem fór fram í Grímsey um síðustu helgi og hafa nú vel á annað hundrað manns tekið þátt frá því að fyrsta hlaupið fór fram haustið 2012. Hlaupið hefur skapað sér fastan sess í hlaupaflóru landsins og þátttakendur eru einróma um að það sé með skemmtilegri almenningshlaupum á Íslandi.
Lesa fréttina Vel lukkað Norðurheimskautsbaugshlaup
Hópurinn sem hljóp í fyrra. Mynd af Facebook-síðu Norðurheimskautsbaugshlaupsins.

Hlaupið á heimskautsbaugnum

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 3. september kl. 11.00. Fólk getur annaðhvort hlaupið einn 12 km hring um eyjuna eða tvo hringi, samtals 24 km.
Lesa fréttina Hlaupið á heimskautsbaugnum
Garðar lengst til vinstri og með honum Hollendingarnir fljúgandi.

Grímseyingurinn fljúgandi

Sögulegur viðburður átti sér stað í gær þegar Garðar Alfreðsson flaug vél frá félaginu Circle Air frá Akureyri til Grímseyjar og lenti við heimskautsbaug. Flugið var sögulegt því Garðar er Grímseyingur í húð og hár og mun vera fyrsti grímseyski flugstjórinn sem flýgur þessa leið innan sveitarfélagsins Akureyrarkaupstaðar.
Lesa fréttina Grímseyingurinn fljúgandi
Mynd: María H. Tryggvadóttir

BÆTT FJARSKIPTASAMBAND Í GRÍMSEY

Í sumar hefjast framkvæmdir við að bæta fjarskiptasamband í Grímsey. Heildarkostnaður verksins er 11 milljónir króna og mun stærstur hluti þess verða greiddur með styrki frá Fjarskiptasjóði eða 5 milljónir króna.
Lesa fréttina BÆTT FJARSKIPTASAMBAND Í GRÍMSEY
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

SIGLING TIL GRÍMSEYJAR

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador verður með reglulegar siglingar frá Akureyri til Grímseyjar í allt sumar og gera áætlanir ráð fyrir að siglt verði fjórum sinnum í viku. Jómfrúarferðin var farin í gær. Þegar komið var til Grímseyjar var farþegum boðið upp á fiskisúpu og brauð að hætti eyjarskeggja um leið og þeir nutu fróðleiks um sögu eyjarinnar.
Lesa fréttina SIGLING TIL GRÍMSEYJAR