Samgöngur í fjarveru Sæfara

Mynd: María H. Tryggvadóttir
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp vegna viðhalds í næstu viku og er síðasta ferð til og frá eyjunni þann 17. mars næst komandi.
Líklegt er að viðgerðir taki um sex til átta vikur og því verður ekki hægt að ferðast með ferjunni á ný fyrr en í maí. Fiskiskipið Þorleifur mun sinna vöruflutningum í fjarveru Sæfara.

Á meðan á þessu stendur er áætlunarflug það sem íbúum, ferðamönnum og öðrum stendur til boða til að komast milli lands og eyju. Flugið er á vegum flugfélagsins Norlandair og flogið er frá Akureyrarflugvelli. Flogið er til Grímseyjar þrisvar sinnum á viku, þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Stoppið er frá um 20 mínútum og upp í 2 klukkustundir allt eftir dögum. Flugið kostar frá kr. 22.500 kr. fram og til baka.

Nánari upplýsingar má finna á vef flugfélagsins, sjá www.norlandair.is.

Bóka flug
Áætlun Norlandair

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan