Sæfari í slipp í þessari viku

Mynd: María H. Tryggvadóttir
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Grímseyjarferjan Sæfari mun fara í slipp næstkomandi fimmtudag 16. nóvember og falla því niður næstu brottfarir þar á eftir föstudaginn 17. nóvember og mögulega mánudaginn 20. nóvember. Skoðið vef Vegagerðarinnar varðandi bókanir í ferjuna.
Fram að slipptöku siglir Sæfari til Grímseyjar samkvæmt áætlun þ.e. miðvikudaginn 15. nóvember.

Meðan Sæfari er í slipp mun fiskiskipið Þorleifur sinna afurða- og vöruflutningum til og frá eynni. Áætlunarflug milli Akureyrar og Grímseyjar verður í boði eins og verið hefur á vegum Norlandair þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga og verður flugferðum fjölgað ef þörf reynist, sjá nánar norlandair.is

Uppfært 14.nóvember: Fréttin hefur verið uppfærð en fyrst var áætlað að ferjan færi í slipp mánudaginn 13. nóvember, síðan þriðjudaginn 14. nóvember.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan