Hverfisráð kosið í Grímsey

Almennur íbúafundur var haldinn í Grímsey sl. þriðjudag. Á fundinum lét samráðsnefndin af störfum og gáfu nefndarmenn ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu Grímseyjar og ekki síst Garðari Ólasyni, fráfarandi formanni. Í kjölfarið var fyrsta hverfisráð Grímseyjar kosið til eins árs og í samræmi við samþykkt um hverfisráðin í Grímsey og Hrísey.

Aðalmenn í stjórn eru Ragnhildur Hjaltadóttir, Sigrún Þorláksdóttir og Sigurður Bjarnason, varamenn eru Stella Gunnarsdóttir, Magnús Þór Bjarnason og Þorgerður G. Einarsdóttir. Sigurður Bjarnason var kosinn formaður ráðsins og Ragnhildur Hjaltadóttir ritari.Grímsey Hellurgjögur

Á íbúafundinum var einnig rædd reynslan af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar nú þegar ár er liðið frá sameiningu. Ríkti almenn ánægja á meðal íbúa með sameininguna. Fundinn sátu Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, og Sigríður Stefánsdóttir, tengiliður Akureyrarbæjar við Grímsey. Að loknum íbúafundi kom nýkjörið hverfisráð saman til síns fyrsta fundar. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan