Fallegur dagur í Grímsey

Myndir: Anna María Sigvaldadóttir
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Í dag er stysti dagur ársins, vetrarsólstöður. Fæstar birtustundir á öllu landinu eru í Grímsey, norður við heimskautsbaug, en þar eru þær eingöngu rúmar tvær klukkustundir. Daginn tekur að lengja aftur á morgun.

Á sumarsólstöðum 21. júní sest sólin ekki í Grímsey og þar er því einstaklega góður staður til þess að njóta miðnætursólarinnar.

Anna María Sigvaldadóttir tók meðfylgjandi myndir af sólinni í Grímsey í dag.

Smellið á myndirnar til að skoða stærri útgáfur af myndunum.

    

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan