Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Halla Ingólfsdóttir

Fjárflutningar frá Grímsey

Um 300 kindur eru í Grímsey yfir sumarið enda beitiland einstaklega gott og grösugt. Lömbin koma yfirleitt mjög vel undan sumri og í síðustu viku voru því ríflega 100 lömb send til sumarslátrunar. Til að koma lömbunum til slátrunar þarf að senda þau með ferjunni Sæfara til Dalvíkur, þaðan sem þeim er ekið til Hvamstanga.
Lesa fréttina Fjárflutningar frá Grímsey
Mynd: Unnur Birta Sævarsdóttir

Lundapysjur í Grímsey

Lundavarpið gekk vel í ár og hefur lundinn nú þegar að mestu yfirgefið eyjuna. Í Grímsey hafa pysjurnar alltaf átt greiða leið út á sjó og því ekki þurft að aðstoða þær með sama hætti og gert er til dæmis í Vestmannaeyjum.
Lesa fréttina Lundapysjur í Grímsey