Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Fallegur dagur í Grímsey

Í dag er stysti dagur ársins, vetrarsólstöður. Fæstar birtustundir á öllu landinu eru í Grímsey, norður við heimskautsbaug, en þar eru þær eingöngu rúmar tvær klukkustundir. Daginn tekur að lengja aftur á morgun. Á sumarsólstöðum 21. júní sest sólin ekki í Grímsey og þar er því einstaklega góður staður til þess að njóta miðnætursólarinnar.
Lesa fréttina Fallegur dagur í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Jól og áramót í Grímsey

Þótt það búi ekki mjög margir í Grímsey þá verður samt ýmislegt þar á seyði yfir hátíðarnar. Í dag, föstudaginn 21.desember, bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa. Á milli jóla og nýárs verður haldið jólaball þar sem jólasveinar stíga dansinn með jafnt ungum sem öldnum.
Lesa fréttina Jól og áramót í Grímsey
Nýja táknið fyrir heimsskautsbauginn í Grímsey, Orbis et Globus.

Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla

Árið 2018 hefur Akureyrarstofa, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, leitt vinnu við undirbúning markaðssetningar Grímseyjar með áherslu á erlenda ferðamenn. Kynningarefnis hefur verið aflað, bæði myndbanda og ljósmynda, um leið og farið var í greiningu á verðmætasta markhópnum fyrir eyjuna. Það var meðal annars gert með viðtölum við fólk sem starfar við ferðaþjónustu í Grímsey og með því að leggja viðhorfskönnun fyrir ferðafólk á leið úr eyjunni.
Lesa fréttina Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla
Myndir: Halla Ingólfsdóttir

Aðventan í Grímsey

Veður er búið að vera gott í Grímsey á aðventunni og mikið um að vera. Búið er að skreyta víða og að venju brosir gamli jólasveinninn nú sínu breiðasta kominn í glugga Grímseyjarbúðarinnar á ný. Löng hefð er fyrir því að halda Lúsíuhátíð í Grímsey og var engin undantekning á því þetta árið þrátt fyrir að börnum hafi fækkað talsvert í eyjunni.
Lesa fréttina Aðventan í Grímsey