Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Fallegur dagur í Grímsey

Í dag er stysti dagur ársins, vetrarsólstöður. Fæstar birtustundir á öllu landinu eru í Grímsey, norður við heimskautsbaug, en þar eru þær eingöngu rúmar tvær klukkustundir. Daginn tekur að lengja aftur á morgun. Á sumarsólstöðum 21. júní sest sólin ekki í Grímsey og þar er því einstaklega góður staður til þess að njóta miðnætursólarinnar.
Lesa fréttina Fallegur dagur í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Jól og áramót í Grímsey

Þótt það búi ekki mjög margir í Grímsey þá verður samt ýmislegt þar á seyði yfir hátíðarnar. Í dag, föstudaginn 21.desember, bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa. Á milli jóla og nýárs verður haldið jólaball þar sem jólasveinar stíga dansinn með jafnt ungum sem öldnum.
Lesa fréttina Jól og áramót í Grímsey
Nýja táknið fyrir heimsskautsbauginn í Grímsey, Orbis et Globus.

Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla

Árið 2018 hefur Akureyrarstofa, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, leitt vinnu við undirbúning markaðssetningar Grímseyjar með áherslu á erlenda ferðamenn. Kynningarefnis hefur verið aflað, bæði myndbanda og ljósmynda, um leið og farið var í greiningu á verðmætasta markhópnum fyrir eyjuna. Það var meðal annars gert með viðtölum við fólk sem starfar við ferðaþjónustu í Grímsey og með því að leggja viðhorfskönnun fyrir ferðafólk á leið úr eyjunni.
Lesa fréttina Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla
Myndir: Halla Ingólfsdóttir

Aðventan í Grímsey

Veður er búið að vera gott í Grímsey á aðventunni og mikið um að vera. Búið er að skreyta víða og að venju brosir gamli jólasveinninn nú sínu breiðasta kominn í glugga Grímseyjarbúðarinnar á ný. Löng hefð er fyrir því að halda Lúsíuhátíð í Grímsey og var engin undantekning á því þetta árið þrátt fyrir að börnum hafi fækkað talsvert í eyjunni.
Lesa fréttina Aðventan í Grímsey
Mynd: Halla Ingólfsdóttir

Fjárflutningar frá Grímsey

Um 300 kindur eru í Grímsey yfir sumarið enda beitiland einstaklega gott og grösugt. Lömbin koma yfirleitt mjög vel undan sumri og í síðustu viku voru því ríflega 100 lömb send til sumarslátrunar. Til að koma lömbunum til slátrunar þarf að senda þau með ferjunni Sæfara til Dalvíkur, þaðan sem þeim er ekið til Hvamstanga.
Lesa fréttina Fjárflutningar frá Grímsey
Mynd: Unnur Birta Sævarsdóttir

Lundapysjur í Grímsey

Lundavarpið gekk vel í ár og hefur lundinn nú þegar að mestu yfirgefið eyjuna. Í Grímsey hafa pysjurnar alltaf átt greiða leið út á sjó og því ekki þurft að aðstoða þær með sama hætti og gert er til dæmis í Vestmannaeyjum.
Lesa fréttina Lundapysjur í Grímsey
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Vaxandi ferðaþjónusta í Grímsey

Gistiheimilið Gullsól í Grímsey fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1998 ákváðu 10 konur í Grímsey að opna lítið gallerí til þess að ferðafólk gæti fengið sér að minsta kosti kaffi þegar það kæmi til eyjunnar. Á þeim tíma var lítil sem engin þjónusta í boði fyrir ferðamenn og því margt búið að gerast á þessum 20 árum.
Lesa fréttina Vaxandi ferðaþjónusta í Grímsey
Ferðafólk skoðar Orbis et Globus um síðustu helgi. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Baugurinn færist og kúlan með

Listaverkið Orbis et Globus var sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey haustið 2017. Um er að ræða kúlu sem er 3 metrar í þvermál og á að færast um eyjuna í samræmi við skrykkjóttar hreyfingar heimskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.
Lesa fréttina Baugurinn færist og kúlan með
Mynd: Valgerður Ósk Ómarsdóttir

Sólstöðuhátíð í Grímsey

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðunum dagana 21.- 24. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í allskyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðar samgöngur eru til Grímseyjar, ferja 5 daga vikunnar og flug daglega.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð í Grímsey
Grímseyingar ósáttir með Strætó

Grímseyingar ósáttir með Strætó

Almenn óánægja ríkir meðal íbúa í Grímsey vegna þjónustu Strætó. Íbúar telja skort á almenningssamgöngum til og frá Grímseyjarferjunni Sæfara hafa áhrif á ferðaþjónustu í eynni.
Lesa fréttina Grímseyingar ósáttir með Strætó
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Sjómannadagurinn 3. júní

Efnt verður til hátíðarhalda á hafnarsvæðinu í Grímsey kl. 14.00 á laugardag og sjómannadagskaffi verður í félagsheimilinu Múla kl. 15.00 á sunnudag.
Lesa fréttina Sjómannadagurinn 3. júní