Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ferðafólk skoðar Orbis et Globus um síðustu helgi. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Baugurinn færist og kúlan með

Listaverkið Orbis et Globus var sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey haustið 2017. Um er að ræða kúlu sem er 3 metrar í þvermál og á að færast um eyjuna í samræmi við skrykkjóttar hreyfingar heimskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.
Lesa fréttina Baugurinn færist og kúlan með
Mynd: Valgerður Ósk Ómarsdóttir

Sólstöðuhátíð í Grímsey

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðunum dagana 21.- 24. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í allskyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðar samgöngur eru til Grímseyjar, ferja 5 daga vikunnar og flug daglega.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð í Grímsey
Grímseyingar ósáttir með Strætó

Grímseyingar ósáttir með Strætó

Almenn óánægja ríkir meðal íbúa í Grímsey vegna þjónustu Strætó. Íbúar telja skort á almenningssamgöngum til og frá Grímseyjarferjunni Sæfara hafa áhrif á ferðaþjónustu í eynni.
Lesa fréttina Grímseyingar ósáttir með Strætó