Aðventan í Grímsey

Myndir: Halla Ingólfsdóttir
Myndir: Halla Ingólfsdóttir

Veður er búið að vera gott í Grímsey á aðventunni og mikið um að vera. Búið er að skreyta víða og að venju brosir gamli jólasveinninn nú sínu breiðasta kominn í glugga Grímseyjarbúðarinnar á ný.

Löng hefð er fyrir því að halda Lúsíuhátíð í Grímsey og var engin undantekning á því þetta árið þrátt fyrir að börnum hafi fækkað talsvert í eyjunni. Aðeins 5 börn eru í grunn- og leikskólanum þennan veturinn en tvö önnur börn tóku þátt í Lúsíuhátíðinni. Þau eru í tímabundinni dvöl í eyjunni og eiga þangað ættir að rekja. Gerður var góður rómur að frammistöðu krakkanna á hátíðinni sem haldin var í félagsheimilinu Múla og boðið upp á kaffi og meðlæti að henni lokinni.

Aflabrögð bátanna í Grímsey hafa verið með ágætum upp á síðkastið en þessi tími árs er einnig nýttur vel til viðhalds á bátum og búnaði. Grímseyjarferjan Sæfari er nú að hefja aftur siglingar eftir að hafa verið rúman mánuð í slipp og á sama tíma hefur verið unnið að alls kyns endurbótum og viðhaldi á hafnarsvæðinu. Mikil aukning hefur verið í farþegum með ferjunni það sem af er vetri miðað við fyrri vetur og alltaf einhver slæðingur af ferðamönnum um borð.

Smellið á  myndirnar til að skoða stærri útgáfur af myndunum.

    

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan