Nýja kirkjan orðin fokheld
Að reisa byggingar í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefst mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar þarf að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, s.s. möl og sand. Varðskipið Þór, skip Landhelgisgæslu Íslands, lagði upp í reglulega eftirlitsferð frá Reykjavík í síðustu viku og tók með sér stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í gærmorgun kom skipið til Grímseyjar og efnið var flutt á gúmbátum í land. Fyrr í sumar kom skipið með timbur og grjót til kirkjubyggingarinnar.
07.09.2022 - 14:14
Lestrar 47