Samstarfsverk

Sumarið 2010 hélt listamaðurinn Georg Hollander námskeið með börnum í Grímsey þar sem unnið var með efni úr fjörum eyjarinnar og búin til ýmiskonar listaverk.  Sjá má listaverkin víða um eyjuna. Þau voru alls 6 en hafa smátt og smátt týnt tölunni enda flest úr náttúrulegum efnivið með misgóða endingu. Sólstóllinn er það listaverk sem best hefur staðið af sér veður og vinda frá byggingu. Það stendur úti við hafið á milli þorpsins og flugvallarins og er góður útsýnistaður til lands og hádegissólarinnar.