Samstarfsverk

Sumarið 2010 hélt listamaðurinn Georg Hollander námskeið með börnum í Grímsey þar sem unnið var með efni úr fjörum eyjarinnar og búin til ýmiskonar listaverk.  Sjá má listaverkin víða um eyjuna, þau voru alls 6 en hafa smátt og smátt týnt tölunni enda flest úr nátttúrulegum efnivið með misgóða endingu. Sólstóllinn er það verk sem stendur best út við hafið á milli þorpsins og flugvallarins og er góður útsýnistaður til lands og hádegissólarinnar.