Gallerí Sól - handverksverslun og kaffihús

 

Gallerí Sól 
611 Grímsey
Sími: 467 3190

Í Sólbergi í „miðbæ“ Grímseyjar beint ofan við höfnina er handverkshús grímseyskra kvenna. Opið á ferjudögum yfir sumartímann; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga meðan ferjan bíður. Þar er boðið upp á grímseyskt handverk og handavinnu frá fastalandinu; minjagripi, kort og bækur frá Grímsey. Þar er einnig til húsa minnsta kaffihús landsins sem býður upp á nýbakaðar vöfflur og fleira.