ATHUGIÐ
Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp vegna viðhalds í mars/apríl 2023 og er síðasta ferð til og frá eyjunni þann 17. mars 2023.
Líklegt er að viðgerðir taki um sex til átta vikur og því verður ekki hægt að ferðast með ferjunni á ný fyrr en í maí. Fiskiskipið Þorleifur mun sinna vöruflutningum í fjarveru Sæfara.
Á meðan á þessu stendur er áætlunarflug það sem íbúum, ferðamönnum og öðrum stendur til boða til að komast milli lands og eyju. Flugið er á vegum flugfélagsins Norlandair og flogið er frá Akureyrarflugvelli. Flogið er til Grímseyjar þrisvar sinnum á viku, þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Stoppið er frá um 20 mínútum og upp í 2 klukkustundir allt eftir dögum. Flugið kostar frá kr. 22.500 kr. fram og til baka.
Nánari upplýsingar má finna á vef flugfélagsins, sjá www.norlandair.is.
Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið. Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 108 farþega. Yfir vetrartíman siglir ferjan þrisvar til fjórum sinnum í viku en á sumrin fimm sinnum. Stoppið í Grímsey er mislangt eftir árstíma og dögum og er best að fara á vef Samskipa til að skoða áætlunina.
Dalvík er um 40 km fyrir norðan Akureyri og er um 30 mín akstur þangað.
Áætlun:
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00
Á veturna (1.10 - 14.5) miðast stoppið í Grímsey við tvær klukkustundir. Brottför frá Grímsey kl. 14.00 og koma Dalvík kl. 17.00
Á sumrin (15.5 - 30.9) stoppar ferjan frá 2 klst upp í 5 klst alt eftir dögum. Flesta daga er stoppið þó 4 eða 5 klst. og er þá ýmist brottför frá Grímsey kl. 16 eða 17.00, með komu til Dalvíkur 19.00/20.00.
Skoðið ávallt uppfærða áætlun Sæfara á síðu Samskipa.
Mælt er með því að fyrirfram bóka sig á sumrin. Miðar eru keyptir á heimasíðu Samskipa sjá samskip.is.
Athugið að einungis eru seldir 70 miðar á bókunarsíðu ferjunnar (en ferjan getur tekið 108 farþega) - ef í ljós kemur að uppselt er í þessi 70 sæti má hafa samband við skrifstofu ferjunnar upp á að bóka í fleiri sæti. Afgreiðslutími á skrifstofu Samskipa á Dalvík er 8 - 16. Sími: 458 8970, netfang: saefari@samskip.com
Ath að ef flytja á bíl með ferjunni þarf hann að vera kominn að ferjunni 1 klst fyrir brottför og eingöngu er hægt að kaupa miða fyrir bílinn hjá afgreiðslu Samskipa á Dalvík.
Strætó nr. 78 fer frá Akureyri alla virka daga kl. 08.00 með komu til Dalvíkur kl. 08.41 (skv.áætlun 2019, sjá einnig www.straeto.is). Stoppað er við Olís bensínstöðina á Dalvík og þarf að ganga niður á höfnina u.þ.b. 10 mín ganga. Hægt er að biðja bílstjórann um að stoppa nær bryggjunni.
Athugið að mjög stuttur tími er á milli komu strætó og brottfarar ferju þannig að mælt er með að kaupa og bóka miða fyrir fram á Upplýsingamiðstöðinni í Hofi á Akureyri, Strandgata 12.
Kort af ferjusvæðinu á Dalvík
Kort yfir strætóstoppið á Dalvík og hvar ferjan leggur að.