Ferja frá Dalvík: Sæfari

Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið.  Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 108 farþega. Yfir vetrartíman siglir ferjan þrisvar til fjórum sinnum í viku en á sumrin fimm sinnum. Skoðið ávallt uppfærða áætlun Sæfara á síðu Vegagerðarinnar.
Dalvík er um 45 km fyrir norðan Akureyri eða u.þ.b. 40 mín akstur.

Áætlun:

* 1.júní - 31.ágúst: Mánudaga - Miðvikudaga - Fimmtudaga - Föstudaga - Sunnudaga
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00 - stoppið í Grímsey er mislangt eftir dögum, flesta daga er stoppið 4 eða 5 klst. og er þá ýmist brottför frá Grímsey kl. 16 eða 17.00, með komu til Dalvíkur 19.00/20.00.  Á fimmtudögum er stoppið þó styttra eða 2 klst, með brottför kl. 14.00 og komu til Dalvíkur kl. 17.00. 
* 15-31.maí & 1-30.september:  Mánudaga - Miðvikudaga - Fimmtudaga - Föstudaga
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00 - stoppið í Grímsey er 4 klst. alla daga nema Fimmtudaga en þá er það 2 klst. Brottför frá Grímsey kl. 16, nema fimmtudaga kl. 14.00 með komu til Dalvík kl. 19.00/17.00.  
* 1.október-14.janúar: Mánudaga - Miðvikudaga - Föstudaga
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00 - stoppið í Grímsey er tvær klst. Brottför frá Grímsey kl. 14.00 og koma Dalvík kl. 17.00
* 15.janúar-14.maí: Mánudaga - Miðvikudaga - Fimmtudaga - Föstudaga
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00 - stoppið í Grímsey er tvær klst. Brottför frá Grímsey kl. 14.00 og koma Dalvík kl. 17.00 

Bókun

Einungis er hægt að bóka miða á heimasíðu Vegagerðarinnar sjá vegagerdin.is og um borð í ferjunni.
Mælt er með því að fyrirfram bóka sig á sumrin, því ferjan er oft vel bókuð. 
Hægt er að sigla fram og tilbaka eða eingöngu aðra leiðina og flug á móti sjá norlandair.is

Til að bóka bíl eða stærri varning með ferjunni þarf að hringja í síma +354 8532211 eða senda póst á netfangið ams@vegagerdin.is
Athugið að ef flytja á bíl með ferjunni þarf hann að vera kominn að ferjunni 1 klst. fyrir brottför.

Fullbókað?

Ef fullbókað er í ferjuna skal hafa samband í síma +354 8532211 eða senda póst á netfangið ams@vegagerdin.is, því ekki eru alltaf öll sæti sýnd eða hægt að láta færa sig á biðlista.
Til að þrýsta á að framboð og þjónusta við viðskiptavini Grímseyjar sé gott óskum við eftir viðbrögðum ykkar ! Við hvetjum því farþega sem ekki fá far eða svar varðandi samgöngur til Grímseyjar að senda okkur póst á info@vistakureyri.is svo við getum þrýst á úrbætur við Vegagerðina.

Samgöngur til og frá ferjunni 

Strætó nr. 78 fer frá Akureyri alla virka daga kl. 08.10 með komu til Dalvíkur kl. 08.51 (skv. áætlun 2024, sjá einnig www.straeto.is). Stoppað er við Olís bensínstöðina á Dalvík og þaðan er gengið að höfninni u.þ.b. 650 m eða um 10 mín ganga. Stundum er hægt að biðja bílstjórann um að stoppa nær bryggjunni ef vel stendur á.
Athugið að mjög stuttur tími er á milli komu strætó og brottfarar ferju (ferjan fer kl. 9.00)!

Engar almenningssamgöngur eru í boði þegar komið er frá Grímsey.
Farþegar geta pantað leigubíl hjá Dalvík Taxi í síma 8920808 eða netfang olivermidlarinn@gmail.com. Verð (2023): Dalvík - Akureyri er u.þ.b. kr. 15.000.

Næg bílastæði eru við höfnin á Dalvík og eru þau gjaldfrjáls.

Fyrir þá sem vilja frekar fara í flugi má skoða vef flugfélagsins, sjá www.norlandair.is & hér bóka flug og hér áætlun Norlandair

Umsjónaraðili ferjunnar

Vegagerðin sér um rekstur Sæfara www.vegagerdin.is
Sími 1777 eða (+354 5221100) Opið 6.30-20.00 daglega.


Kort af ferjusvæðinu á Dalvík

Kort yfir strætóstoppið á Dalvík og hvar ferjan leggur að.