Ferja frá Dalvík: Sæfari

Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið.  Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 108 farþega. Yfir vetrartíman siglir ferjan þrisvar sinnum í viku en á sumrin fimm sinnum. Stoppið í Grímsey er mislangt eftir árstíma og dögum og er best að fara á vef Samskipa til að skoða áætlunina.
Dalvík er um 40 km fyrir norðan Akureyri og er um 30 mín akstur þangað.

Áætlun:
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00

Á veturna (1.9 - 31.5) miðast stoppið í Grímsey við tvær klukkustundir. 
Á sumrin (1.6 - 31.8) stoppar ferjan í uþb 4 klst með einhverjum undantekningum. Ef stoppið er 4 klst. þá er brottför frá Grímsey kl. 16.00 með komu til Dalvíkur um 19.00.

Mælt er með því að fyrirfram bóka sig á sumrin þar sem ekki er víst að komast annars með.  Hægt er að bóka sig og kaupa miðann með ferjunni hjá upplýsingamiðstöð ferðamanna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, Standgötu 12, eða í síma  (+354) 450 1050 eða info@visitakureyri.is.

Ath að ef flytja á bíl með ferjunni þarf hann að vera kominn að ferjunni 1 klst fyrir brottför.

Strætó nr. 78 fer frá Akureyri alla virka daga kl. 08.15 með komu til Dalvíkur kl. 08.50. Stoppað er við N1 bensínstöðina á Dalvík og þarf að ganga niður á höfnina u.þ.b. 10 mín ganga. Hægt er að biðja bílstjórann um að stoppa nær bryggjunni. 
Athugið að mjög stuttur tími er á milli komu strætó og brottfarar ferju þannig að mælt er með að kaupa og bóka miða fyrir fram á Upplýsingamiðstöðinni í Hofi á Akureyri, Strandgata 12.

Kort af ferjusvæðinu á Dalvík

Síminn hjá ferjunni á Dalvík 458 8970.
Kort yfir strætóstoppið á Dalvík og hvar ferjan leggur að.