Páskar í Grímsey

Mynd: Kristófer Knutsen.
Mynd: Kristófer Knutsen.

Það verður ýmislegt um að vera í eyjunni yfir páskahelgina.

Á skírdag er m.a. boðið upp á fjölskyldupáskaföndur kl. 13 á Kríunni og pubquiz kl. 20.30 á sama stað.

Páskakaffi kvenfélagsins verður um þrjúleytið á föstudaginn langa.

Búðin opin alla daga frá kl. 15-16 og Galleríið opnað sé þess óskað.

Alltaf hægt að bóka ferðir með Arctic Trip eftir hentugleikum.

Upplýsingar um ferjusiglingar og flug er að finna hér.