Brúin og vegvísirinn

Gamla heimskautsbaugstáknið sem staðsett er fyrir norðan gistiheimilið Bása, við flugvöllinn er eitt þekktasta kennileiti eyjarinnar. Táknið var sett upp í júlí árið 2003. Hugmyndin var að fólk gæti gengið yfir bauginn á einhverskonar brú.

Stutt frá tákninu - á suðurvegg vélaskýlisins við hlið flugstöðvarinnar í Grímsey má finna tvö skilti. Eitt sem útskýrir eðli heimskautsbaugsins og hvernig baugurinn hefur færst um eyjuna og annað um sögu eyjunnar, sjá nánar hér fyrir neðan.

Heimskautsbaugurinn
Grímsey