Björgin

Á fyrri tímum voru björgin mikilvæg matarbúr og átti hver bær sitt bjargsvæði þar sem tínd voru egg og fuglar veiddir. Kiwanisfélag eyjarinnar hefur séð til þess að björgin séu merkt sínum fornu nöfnum sem oft tengjast nafni bæjarins sem átti viðkomandi bjarghluta.

Björgin á austur hluta eyjarinnar eru hæst og eru allt að 60 til 100 metra há. Að tína egg úr þessum björgum gat verið hættusamt verk í þá daga en björgin voru samtímis mikilvægt forðabúr fyrir eyjaskeggja. Eggjatínslumenn sigu allt að 60 til 70 metra niður af bjargbrúninni og var vaðsins gætt af sex til sjö manns uppi á brúninni. Mesta hættan stafaði af lausu grjóti sem gat fallið niður á þann sem hékk í reipinu.

Egg eru enn tínd skv. fornri aðferð þó dráttarvél sé nýtt við að tryggja menn uppi á brún. Þetta er gert á sérstökum hátíðum og eins til að tryggja eyjarskeggjum aðgang að góðgæti bjargsins samkvæmt gamalli hefð þó það sé ekki í sama magni og áður var.