21.jún

Sumarsólstöðuhátíðin 2024

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 21.-23. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskráin fyrir árið 2024 

Afgreiðslutímar og þjónusta:
Verslun: Alla daga milli 15.00-16.00
Veitingastaðurinn Krían: Föstudag 12.00-23.00, Laugardag 12.00-21.00, Sunnudag 12.00-21.00
Sundlaugin: Föstudag 18.00-19.30, Laugardag 13.00-16.00, Sunnudag 13.00-15.00
Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudaga og sunnudaga.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is