Sjósund

Norður Atlantshafið liggur umhverfis Grímsey. Hægt er að synda í sjónum sem er hreinn en kaldur, að meðaltali 8°C á sumrin og 4°C á veturna.

Straumar og öldur við Grímsey geta verið varhugaverðar og eru sundmenn beðnir að fara með aðgát. Sjósund við Grímsey er alfarið á eigin ábyrgð.

Bestu aðstöður til sjósunds eru við vesturströndina t.d. við höfnina.

Sjósundsiðkendur við Grímsey hafa ýmis markmið, sumir safna höfum, aðrir vilja synda yfir eða við heimskautsbauginn og aðrir vilja bara njóta þess að fá sér sundsprett í hreinu og hressandi norður Atlantshafinu.