Tökum höndum saman og klárum nýja Miðgarðakirkju
Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna.
21.09.2023 Almennt
Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.