Fréttir

Grímsey á servíettu

Símamynd af servíettunni.
Til Grímseyjar komu í haust hjónin Lynnette og Paul Metz frá Wisconsin í Bandaríkjunum og höfðu með sér meriklega servíettu sem hafði farið víða. Á servíettuna var teiknað harla ónákvæmt kort af Íslandi og merktir inn á það nokkrir staðir sem þau þyrftu að heimsækja, þar á meðal voru Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Grímsey. Lesa meira

Áætlun um að styrkja stöðu Grímseyjar


Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í bókun ráðsins þann 15. september þegar ráðið fjallaði um stöðu málefna Grímseyjar og byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir. Lesa meira

Vel lukkað Norðurheimskautsbaugshlaup

Allir klárir í hlaupið. Mynd: Magnús Bjarnason.
Á þriðja tug hlaupara tók þátt í fimmta Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-ZIMSEN sem fór fram í Grímsey um síðustu helgi og hafa nú vel á annað hundrað manns tekið þátt frá því að fyrsta hlaupið fór fram haustið 2012. Hlaupið hefur skapað sér fastan sess í hlaupaflóru landsins og þátttakendur eru einróma um að það sé með skemmtilegri almenningshlaupum á Íslandi. Lesa meira

Hlaupið á heimskautsbaugnum

Hópurinn sem hljóp í fyrra. Mynd af Facebook-síðu Norðurheimskautsbaugshlaupsins.
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 3. september kl. 11.00. Fólk getur annaðhvort hlaupið einn 12 km hring um eyjuna eða tvo hringi, samtals 24 km. Lesa meira