Grímsey

Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.

Fréttir

Frá sjálboðavinnu íbúa. Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Tökum höndum saman og klárum nýja Miðgarðakirkju

Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna.
Lesa fréttina Tökum höndum saman og klárum nýja Miðgarðakirkju
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Aftur siglt til Grímseyjar á sunnudaginn

Grímseyjarferjan Sæfari siglir að óbreyttu, samkvæmt áætlun, á milli Dalvíkur og Grímseyjar á sunnudag. Skipið bilaði í gær og er nú í slipp á Akureyri.
Lesa fréttina Aftur siglt til Grímseyjar á sunnudaginn
Sungið og spilað við miðnætursól. 
Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir

Sól og blíða á Sólstöðuhátíðinni

Sólstöðuhátíðin í Grímsey var haldin um liðna helgi í sól og blíðu.
Lesa fréttina Sól og blíða á Sólstöðuhátíðinni
Ljósmynd: Valgerður Ósk Ómarsdóttir.

Sólstöðuhátíðin hefst á morgun

Á morgun föstudaginn 23. júní hefst Sólstöðuhátíð í Grímsey en þessi árlega bæjarhátíð er haldin í tilefni af sumarsólstöðum. Grímseyingar bjóða gestum og gangandi að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin hefst á morgun
Sæfari við höfn í Grímsey í dag. 
Mynd Halla Ingólfsdóttir

Sæfara fagnað

Um hádegið í dag kom ferjan Sæfari til Grímseyjar fullhlaðin varningi og með um 50 farþega. Skipið hefur verið í viðhaldi á Akureyri síðan um miðjan mars og stóð til að það yrði í um 6 til 8 vikur í slipp. Þær áætlanir stóðust ekki og er ferjan nú búin að vera úr áætlun í samtals um 12 vikur.
Lesa fréttina Sæfara fagnað

Veðrið í Grímsey

Viðburðir