Viltu vinna ferð til Grímseyjar?
Í samstarfi við ferðaþjónustuna í Grímsey efnir Akureyrarstofa til verðlaunaleiks þar sem einn heppinn þátttakandi getur unnið ævintýraferð fyrir tvo til Grímseyjar.
24.03.2021 Almennt
Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.