Heilsueflandi Akureyri á iði allt árið!

Akureyrarbær er heilsueflandi samfélag
Meginmarkmiðið með Heilsueflandi samfélag er að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum og þannig skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Heilsuefling er ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína og bæta hana. Hún miðar að því að hafa áhrif á lífsstíl fólks og skapa umhverfi sem styður fólk til þess að lifa heilsusamlegu lífi. Hugtakið felur einnig í sér að efla heilbrigði með því að skapa fólki félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði.

 • Vinnustaðakeppni ÍSÍ, "Hjólað í vinnuna" er í gangi 5.-25. maí! Er þú og þínir skráðir til leiks?
 • Dagana 25.-31. maí er "Hreyfivika UMFÍ", ertu búin/n að ákveða hvað þú ætlar að hreyfa þig? :) 
 • Vissir þú að í Akureyrarbæ eru fjórar sundlaugar... ertu búin/n að prófa þær allar? Aftur? 
 • Í hverju hverfi og um gervalla Akureyri er að finna fjölbreytta göngu-, hlaupa- og hjólastíga. Sagan segir að enginn einn hafi gengið/hlaupið/hjólað þá alla!
 • Á Akureyri og nágrenni eru margar áhugaverðar gönguleiðir, ýmist léttar, miðlungs eða krefjandi! 
 • Allir geta notað sér leiðarkerfi strætó frítt á Akureyri.
 • Viðburðadagatal Ferðafélags Akureyrar er ávallt spennandi kostur að kíkja á og skoða þegar að huga á að útiveru og heilsueflingu! 
 • Á Akureyri eru nokkrir frisbígolfvellir sem henta ungum sem eldri, byrjendum sem öðrum meisturum. 
 • Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar og Naustaborgir eru útivistaparadísir í bakgarði Akureyrar og þar er fjöldi tækifæra til heilsueflingar, hvort sem er að ganga, hlaupa, leika eða hjóla. Í Kjarnaskógi eru m.a. fjórir frábærir strandblaksvellir.
 • Á Akureyri eru 22 íþróttafélög undir merkjum Íþróttabandalags Akureyrar, sem sinna jafnfjölbreyttri heilsueflingu og þau eru mörg, reyndar ríflega það! 
 • Önnur afþreyingáhugaverðir staðir og viðburðir/hátíðir á Akureyri og nágrenni. 
Síðast uppfært 13. júní 2024