ágú-sep

A! Gjörningahátíð

A! Gjörningahátíð

A! er fjögurra daga gjörningahátíð sem nú er haldin í þriðja sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarfélags Akureyrar, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavik Dance Festival, Listhúss á Ólafsfirði og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Hátt í 2000 ánægðir gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra gjörninga. Vídeólistahátíðin Heim er haldin á Akureyri á sama tíma auk viðburða utan dagskrár (off venue) um allan bæ.