Skipulagsmál

Aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélagið þar sem fram kemur stefna bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili. Aðalskipulaginu er ætlað að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila sé tryggður, þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi. Það markar framtíðarsýn um hvernig samfélagið á að þróast á næstu árum

Nýtt Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 var samþykkt í bæjarstjórn 6. mars 2018, staðfest af Skipulagsstofnun 11. maí 2018 og tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 14. maí 2018. Sjá greinargerðina og önnur gögn hér fyrir neðan:

 
 

Aðalskipulag 2005-2018

Deiliskipulag

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess.

Hægt er að nálgast gildandi deiliskipulagsáætlanir í kortasjá Akureyrar hér. Með því að haka við við reitinn „Skipulag" á stikunni hægra megin á skjánum birtist afmörkun gildandi deiliskipulagsáætlana og með því að velja ákveðið svæði er hægt að nálgast gildandi skipulagsgögn fyrir viðkomandi svæði.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Greinargerð

Umhverfisskýrsla

Forsendur

Breyting vegna flutningslína raforku - skipulagslýsing - janúar 2018

Húsakannanir og aðrar skýrslur

Ýmsar skýrslur

Aðgerðaráætlun gegn hávaða á árunum 2018-2023 Mars 2019. Skýrsla unnin af Vegagerðinni 

Aðgerðaráætlun gegn hávaða frá vegum með árdagsumferð yfir 8.000 ökutæki, 2013-2018 - Desember 2014. Skýrsla unnin af EFLA verkfræðistofu.

Aðgerðaráætlun gegn hávaða frá umferðargötum í íbúðabyggð Akureyrar, 2015-2020 - Ágúst 2015. Skýrsla unnin af EFLA verkfræðistofu. 

Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar, sunnan Þingvallastrætis - Mars 2010. Skýrsla unnin af EFLA verkfræðistofu. 

Íþróttavallarsvæðið á Akureyri - Október 2009. Tillögur vinnuhóps um uppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð.

Oddeyri - austan Glerárgötu, desember 2009. Greinargerð vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð.

Gróðurkortlagning Hríseyjar 2007. Höfundar eru Rannveig Thoroddsen, Guðmundur Guðjónsson og Borgþór Magnússon.

Rammaskipulag Naustahverfis, apríl 2000. Höfundar eru Kanon arkitektar.

Húsakannanir

Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði, 2016. Húsakönnun unnin af Minjasafninu á Akureyri og Landslagi ehf. vegna deiliskipulags fyrir sama svæði.

Norður-Brekka, 2015.  Húsakönnun unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., vegna deiliskipulags fyrir sama svæði.

Miðbærinn, 2014. Húsakönnun unnin af Landslagi ehf., vegna deiliskipulags fyrir sama svæði

Hlíðarhverfi suðurhluti, 2012. Húsakönnun gerð af Arkitektastofunni Form, vegna deiliskipulags fyrir sama svæði.

Vestursíða, 2012. Húsakönnun gerð af X2 Hönnun - skipulag, vegna deiliskipulagsins Borgarbraut - Vestursíða.

Innbærinn, 2012. Höfundar eru Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. Könnunin var gerð vegna deiliskipulagsins, Innbærinn - deiliskipulag.

Stórholt - Lyngholt, 2012. Húsakönnun gerð af X2 Hönnun - skipulag, vegna deiliskipulagsins Stórholt - Lyngholt.

Drottningarbrautarreitur - Hafnarstræti, 2012. Húsakönnun gerð af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta, vegna deiliskipulags Drottningarbrautarreits í miðbæ Akureyrar.

Laxagata - Hólabraut, 2011. Húsakönnun gerð af Ómari og Ingvari Ívarssonum hjá X2, vegna deiliskipulagsbreytingar á Laxagötureitnum.

Húsakönnun - Suðurbrekka - Lundarhverfi. September 2011.  Könnunin er gerð af X2 Hönnun - skipulag og gerð vegna deiliskipulags Dalsbrautar, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.

Byggða- og húsakönnun við Spítalaveg á Akureyri. Maí 2009. Höfundar eru Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. Könnunin var gerð vegna deiliskipulags Spítalavegar og Tónatraðar.

Oddeyri - Húsakönnun, 1995. Höfundar eru Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. Útgefandi er Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við skipulagsdeild Akureyrarbæjar.

Húsakönnun í miðbæ Akureyrar. Janúar 2009. Höfundar eru Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. Könnunin var gerð vegna vinnslu deiliskipulags fyrir miðbæ Akureyrar.

Miðbær Akureyrar. 1979. Höfundur er Þorsteinn Gunnarsson. Endurskoðun á varðveislumati, ástandskönnun og kostnaðaráætlun fyrir hús í miðbæ Akureyrar.

Húsakönnun fyrir Oddeyri 2020. Höfundur Bjarki Jóhannesson. (Ath: skjalið er stórt)

Ofanflóðahættumat

Ofanflóðahættumat fyrir Akureyri, 2010. Höfundar eru  Eiríkur Gíslason, Tómas Jóhannesson og Halldór G. Pétursson. Unnið fyrir Hættumatsnefnd Akureyrarbæjar.

Skýrsla með hættumatskorti

Kort af þéttbýli Akureyrar

Skýrsla - hættumat vegna snjóflóða úr lágum brekkum

Kynning á tillögu hættumatsnefndar Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 08. maí 2023