Barna- og fjölskylduþjónusta

Barna- og fjölskylduþjónusta þjónustar fjölskyldur með langveik og fötluð börn með fjölþættar þjónustuþarfir og börn í félagslegum vanda.

Í Barna- og fjölskylduþjónustu starfar þverfaglegt teymi sem samanstendur m.a. af þroskaþjálfum, leikskólakennara, fjölskylduráðgjafa, iðjuþjálfa, sálfræðing, félagsráðgjafa og fleirum. 

Hlutverk Barna- og fjölskylduþjónustu er meðal annars ráðgjöf í málefnum barna, samþætting þjónustu og stoðþjónusta barna er varða vistunar- og búsetuúrræði.

Hafa samband

Anna Einarsdóttir, forstöðumaður skammtímaþjónustu og skólavistunar
Beinn sími / Direct: (354) 462-2756, annaeina@akureyri.is

Sísý Malmquist, forstöðumaður heimilis fyrir börn og helgardvalar barna
Beinn sími / Direct: (354) 460-1418/670-8570, sisymall@akureyri.is

Þjónusta sem veitt er í Barna- og fjölskylduþjónustu er:

Félagsleg ráðgjöf fyrir barnafjölskyldur

 

Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs- og persónulegs vanda.

Öll þurfum við að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu. Stundum er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og stuðning til að mæta þeim.

Ráðgjafi leiðbeinir þér með næstu skref og skipuleggur frekari viðtöl þar sem þú færð ráðgjöf og leiðbeiningar.

Ráðgjafi leiðbeinir þér varðandi umsóknir um ákveðna þjónustu sem hentar þínum þörfum og veitir frekari aðstoð ef þörf er á.

Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Fanney Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1483, fanneyj@akureyri.is

Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra

Sérhæfð ráðgjöf miðar að því að styðja foreldra fatlaðra barna í uppeldishlutverki sínu með upplýsingum og leiðbeiningum um félagsleg réttindi og þjónustu, uppeldi, íhlutunarleiðir og þjálfun á heimili, íþrótta- og tómstundaþátttöku, skóla, atvinnuþátttöku, sumarúrræði o.fl.

Hlutverk ráðgjafa er m.a. að: 

  • Upplýsa og leiðbeina um félagsleg réttindi og þjónustu, uppeldi, íhlutunarleiðir og þjálfun á heimili, íþrótta- og tómstundaþátttöku, skóla, atvinnuþátttöku, sumarúrræði o.fl.

  • Sinna fræðslu til aðstandenda, tengslastofnana og samstarfsfólks um fatlanir, íhlutunarleiðir og aðstæður barna eða ungmenna og fjölskyldna þeirra auk samstarfs við sérfræðiþjónustu og þjónustustofnanir.

  • Veita víðtæka ráðgjöf, mat og stuðning við gerð Notendasamnings og NPA samnings (Notendastýrð persónuleg aðstoð) í samstarfi við aðra fagaðila.

  • Kynna rétt til umönnunargreiðslna, aðstoða við að fylla út umsókn ef óskað eftir því - starfsmaður kannar síðan álag og umönnunarþörf og gerir tillögur til Tryggingastofnunar út frá því. Einnig fá foreldrar barna með vægari hegðunar- og þroskaraskanir aðstoð við útfyllingu gagna er varða umönnunarmat ef þeir óska eftir því.

Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra byggir á viðurkenndri stefnu stjórnvalda um þjónustu samkvæmt snemmtækri íhlutun og fjölskyldumiðaðri þjónustu þar sem þjónusta beinist að barni, fjölskyldu þess og umhverfi.

Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Þórhildur G Kristjánsdóttur, þroskaþjálfi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1442, thorhildurk@akureyri.is

Fanney Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1483, fanneyj@akureyri.is

Ráðgjöf og mat á þjónustuþörf og hjálpartækjum

Hjálpartækjum er ætlað að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun og þar með auka lífsgæði.

  • Ráðgjafi veitir víðtæka ráðgjöf og mat á þjónustuþörf og hjálpartækjum við börn með ýmiskonar skerðingar á færni sem til er komin vegna veikinda eða fötlunar.

  • Ráðgjafi fer m.a. í heimilisathugun þar sem veitt er ráðgjöf, fræðsla og metin er þörf fyrir hjálpartæki og/eða aðra velferðartækni. Ef þörf er á hjálpartæki er það valið í samráði við þjónustuþega. Í þeim tilfellum sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við hjálpartækin sækir ráðgjafi um hjálpartækin ásamt því að leiðbeina og þjálfa í notkun þeirra.

  • Ráðgjafi veitir einnig víðtæka ráðgjöf, mat og stuðning við gerð Notendasamnings og NPA samnings (Notendastýrð persónuleg aðstoð) í samstarfi við ráðgjafa í sérhæfðri ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra.

Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir.

Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld þjónusta með það að markmiði að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skiptir mestu máli fyrir farsæld barns, án hindrana. Sjá nánar á þessari síðu.

 

Askjan - fjölskyldustuðningur inn á heimili

Að ala upp barn er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við í lífinu. Uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa, heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, kunnáttu og hæfni.

Sumir foreldrar þurfa stuðning við uppeldishlutverkið, ýmist vegna fötlunar barns, félagslegra erfiðleika barns, umhverfisþátta eða aðstæðna foreldranna sjálfra.

  • Askjan er þjónusta sem veitt er inn á heimili barnafjölskyldna í þeim tilgangi að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og umönnun barna sinna. Samhliða uppeldisráðgjöf er einnig boðið upp á fræðslu og ráðgjöf er varðar heimilishald.

  • Markmið Öskjunnar er að hjálpa fjölskyldum að uppgötva sín eigin bjargráð og veita stuðning svo auka megi foreldrahæfni sem stuðlar að betri líðan og samskiptum innan fjölskyldunnar.

  • Askjan er inngrip í afmarkaðan tíma og veitir markvissa aðstoð til barnafjölskyldna inn á heimili þeirra í formi ýmissar fræðslu og ráðgjafar er varðar uppeldi og heimilishald. Börnin geta verið á ýmsum aldri og uppeldisverkefnin því breytileg.

 

Fjölskyldum sem telja sig geta nýtt þjónustuna er vísað í Öskjuna af starfsmanni félagsþjónustu, skólaþjónustu eða barnaverndar. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Gyða Björk Aradóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1471, gydabjork@akureyri.is

Elinborg Sigríður Freysdóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1472, esf@akureyri.is

Rut Viktorsdóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1472, rut.viktorsdottir@akureyri.is

 

 

Skammtímaþjónusta

Skammtímaþjónustu er ætlað að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna. Einnig er veitt tímabundin dvöl til hvíldar og/eða vegna erfiðra heimilisaðstæðna, svo sem vegna veikinda eða annars álags.

Dvöl í skammtímaþjónustu er einnig ætlað að veita börnum tilbreytingu eða vera til undirbúnings flutnings úr foreldrahúsum.

Dvöl í skammtímaþjónustu getur bæði verið reglubundin samkvæmt fyrir fram gerðri áætlun eða samkvæmt ósk eða ákvörðun hverju sinni til að létta álagi af fjölskyldum, meðal annars í bráðatilvikum eða vegna óvæntra áfalla í fjölskyldum.

Í skammtímaþjónustu er lögð áhersla á að:

  • skapa aðstæður sem gefa börnum kost á að kynnast og umgangast önnur börn í gegnum leik og starf.
  • börnin séu þátttakendur í öllu starfi svo sem mögulegt er.
  • þjálfun fléttist inn í leik og dagleg störf og sé sem ósýnilegust.
  • hvert og eitt barn fái notið sín á eigin forsendum
  • upplyfting og skemmtun sé við hæfi hvers og eins.

Þjónustan er veitt skv. lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir og reglum um stuðningsfjölskyldur. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Anna Einarsdóttir, forstöðumaður skammtímaþjónustu og skólavistunar.
Beinn sími / Direct: (354)  462-2756, annaeina@akureyri.is

Skólavistun fatlaðra barna

Skólavistun fyrir fötluð börn er einstaklingsmiðuð frístundaþjónusta og sniðin að þörfum hvers og eins. Skólavistun er eftir að skóla lýkur og í skólafríum öðrum en lögbundnum frídögum þegar skólar starfa ekki.

Skólavistun tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla.

Fötluð börn á aldrinum 10 – 16 ára eiga rétt á lengdri viðveru eftir skóla til kl. 17:00.

Yfir sumartímann er rekin sumarvistun fyrir fötluð börn á aldrinum 6 – 16 ára.

Þjónustan er veitt skv. lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir og reglum Akureyrarbæjar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.

Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Anna Einarsdóttir, forstöðumaður skammtímaþjónustu og skólavistunar.
Beinn sími / Direct: (354) 462-2756, annaeina@akureyri.is

Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskyldur er þjónusta sem fjölskyldur fatlaðra og/eða langveikra barna sem og barna í félagslegum vanda eiga kost á eftir því sem þörf krefur.

Verkefni stuðningsfjölskyldu er að:

    • annast barn í skamman tíma til að draga úr álagi á fjölskyldu barnsins
    • veita barninu tilbreytingu og stuðning
    • gefa barni kost á auknum félagslegum tengslum

Stuðningsfjölskyldan býður barninu að dvelja á heimili sínu og að taka þátt í daglegu lífi þeirra. Mismunandi markmið eru með úrræðinu og fara þau eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Slíkri umsjá fylgir ekki krafa um sérstaka þjálfun eða hæfni umfram þá daglegu þjálfun sem felst í almennum kröfum er lúta að barnauppeldi. Stuðningsfjölskylda er ekki til þess falin að leysa margþættan eða umfangsmikinn vanda ein og sér en er mikilvægur þáttur í því að styrka foreldra og barn.

Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er bundin í samningi og miðast við ákveðið tímabil. Þjónusta stuðningsfjölskyldu miðast öllu jöfnu við sólarhringsþjónustu. Þjónustan er í boði fyrir fjölskyldur fatlaðra barna í umönnunarflokki 1, 2 og 3.

Þjónustan er veitt skv. lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir og reglum um stuðningsfjölskyldur. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

 

Sækja um að gerast stuðningsfjölskylda á þjónustugátt (undir kaflanum "Velferðarmál" í listanum yfir umsóknarform)

Helgardvöl barna

Helgardvöl barna er úrræði með það að markmiði að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra fyrir stuðningsþjónustu utan heimilis.

Þjónustan er starfrækt tvær helgar í mánuði, alls fá tíu börn þjónustu hverju sinni, fimm hvora helgi. Helgardvöl hefur aðsetur í Skógarlundi – miðstöð hæfingar og virkni, Helgardvöl er ekki sólahringsdvöl.

Leitast er við að bjóða upp á afþreyingu sem er sniðin að þörfum hvers og eins. Í Skógarlundi er eldunaraðstaða, útisvæði og leiksvæði inni þar sem hægt er að skipta hópnum. Börnin eiga kost á notalegu rými þar sem hægt er að hvílast og horfa á sjónvarp. Boðið er upp á tvær máltíðir og síðdegishressingu og börnin fá tækifæri til að taka þátt í undirbúningi þeirra. Þjónustan er notendum gjaldfrjáls, fyrir utan greiðslu fyrir almenna félagslega þátttöku.

Ráðgjafi í sérhæfðri ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra og/eða forstöðumaður veita frekari upplýsingar.

 

Sísý Malmquist, forstöðumaður heimilis fyrir börn og helgardvalar barna.
Beinn sími / Direct: (354) 460-1418, Gsm: 670-8570,  sisymall@akureyri.is

Heimili fyrir börn

Heimili fyrir börn er búsetuúrræði fyrir eitt til tvö börn sem eiga þar fast heimili. Ásamt því er sérhæfð skammtímaþjónusta og skóla- og sumarvistun fyrir börn sem vegna þjónustuþyngdar og fötlunar geta ekki nýtt sér skólavistun og/eða skammtímaþjónustu fatlaðra barna. Heimilið er einnig neyðarvistun fyrir notendur þjónustunnar.

Þjónustuþegar eru börn og á forræði foreldra. Engar ákvarðanir um þjónustu eru teknar án  samráðs við þá og þjónustuþega eftir því sem við á. Einungis eru tvö börn í dvöl á heimilinu á hverjum tíma.

Mikil áhersla er lögð á að heimilið sé sem annað heimili barnanna í stað stofnunar. Rík áhersla er lögð á góð og jákvæð samskipti og nána samvinnu við foreldra og aðra nákomna börnunum í skipulagi þjónustunnar.

Ráðgjafi í sérhæfðri ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra og/eða forstöðumaður veita frekari upplýsingar.


Sísý Malmquist, forstöðumaður heimilis fyrir börn og helgardvalar barna.
Beinn sími / Direct: (354) 460 1418, Gsm: 670 8570,  sisymall@akureyri.is

Síðast uppfært 22. febrúar 2024