Aðgerðaáætlun - 3. Úrgangsauðlindin

Til að ná markmiði bæjarins um kolefnishlutleysi er mikilvægt að huga vel að úrgangsmálum. Sveitarfélagið mun vinna að því að draga úr sóun og fyrirbyggja sorpmyndun í gegnum fræðslu og upplýsingagjöf til íbúa og hagrænum hvötum. Einnig skal leitast eftir því að endurnýta vörur og hráefni eins og mögulegt er, með hjálp viðhalds og lagfæringa þar sem það á við. Þetta verður meðal annars gert með því að styðja starfsemi sem stuðlar að aukinni endurnýtingu og viðgerðum.

Markmið þessara aðgerða snúa að því að draga úr myndun sorps með betri nýtingu, sem og að efla flokkun á endurvinnanlegu sorpi og halda bænum snyrtilegum. Bæta þarf nýtingu á lífrænum úrgangi, draga úr urðun og auka framleiðslu á verðmætum afurðum úr þeim úrgangi sem fellur til á svæðinu.

Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:

3.1. Græn innkaup Akureyrarbæjar

Aðgerð: Öll innkaup sveitarfélagsins hafi umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Framkvæmd: Sveitarfélagið fylgi stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup í eigin rekstri. Skoðað verði að gera sjálfstæða innkaupastefnu sveitarfélagsins með hliðsjón af stefnu ríkisins og reynslu annarra opinberra aðila.

Markmið: Draga úr umhverfisáhrifum innkaupa sveitarfélagsins. 

Ábyrgð: Sviðsstjóri fjársýslusviðs

Staða: 

3.2. Efla viðhald og lagfæringar

Aðgerð: Leggja áherslu á viðhald og lagfæringar í starfsemi bæjarins. Ýta skal undir viðhald og lagfæringar á eigum og eignum íbúa og fyrirtækja. 

Framkvæmd: Meta hvert tilfelli fyrir sig út frá viðhaldsþörf. Íbúar og fyrirtæki verði hvött áfram á þeirra vegferð með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. 

Markmið: Að halda tækjum og tólum lengur í notkun og efla þar með hringrásarhagkerfið. 

Ábyrgð: Forstöðumaður viðhalds, forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Vistorka

Staða: 

3.3. Stofnun líforkuvers

Aðgerð: Halda áfram vinnu við undirbúning stofnunar líforkuvers í Eyjafirði.

Framkvæmd: Akureyrarbær innan vettvangs SSNE komi að stofnun undirbúningsfélags sem mun reka verkefnið áfram.

Markmið: Bæta nýtingu á lífrænum úrgangi, draga úr urðun og auka framleiðslu á verðmætum afurðum úr þeim úrgangi sem fellur til á svæðinu.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Vistorka

Staða: Stofnað hefur verið félagið Líforkugarðar ehf þar sem Akureyrarbær hefur fulltrúa í stjórn.

3.4. Evrópska nýtnivikan

Aðgerð: Halda áfram þátttöku í evrópsku nýtnivikunni ár hvert.

Framkvæmd: Hvatning í formi auglýsinga og átaki á samfélagsmiðlum. Viðburðir haldnir í samvinnu við ýmsa aðila.

Markmið: Að draga úr myndun úrgangs með því að hvetja fólk til að nýta hluti betur og lengja með því líftíma þeirra. Nýtnivikan býður um leið upp á skemmtileg tækifæri til samvinnu sveitarfélaga, atvinnulífs og íbúa.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: Akureyrarbær tekur þátt í evrópsku nýtnivikunni ár hvert.

3.5. Flokkun úrgangs og flokkunartunnur

3.5.1. Flokkun úrgangs á starfsstöðvum bæjarins

Aðgerð: Allar stofnanir Akureyrarbæjar og íþróttafélög með rekstrarsamning við Akureyrarbæ skulu hafa flokkunartunnur á starfstöðvum sínum, flokka allan úrgang og lágmarka notkun á ílátum undir almennan úrgang, svo sem ruslakörfur undir skrifborðum.

Framkvæmd: Allar stofnanir bæjarins komi sér upp flokkunartunnum í viðeigandi flokka, og lágmarki notkun á ílátum undir almennt rusl.

Markmið: Að hámarka hlutfall flokkaðs úrgangs sem fellur til í stofnunum bæjarins.

Ábyrgð: Sviðsstjórar og forsvarsmenn íþróttafélaga

Staða: 

3.5.2. Flokkun úrgangs meðal verktaka á vegum bæjarins

Aðgerð: Krefja verktaka um flokkun á verkstað í framkvæmdum innan sveitarfélagsins.

Framkvæmd: Útbúa leiðbeiningar um flokkun úrgangs á verkstað sem verða afhentar við útboð lóða. Kynningarátak meðal framkvæmdaraðila.

Markmið: Að hámarka hlutfall flokkaðs úrgangs sem fellur til í bænum.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála 

Staða: 

3.5.3. Flokkunartunnur 

Aðgerð: Fjölga hagnýtum flokkunartunnum í almenningsrými og við helstu útivistarsvæði bæjarins. Sorptunnur fyrir almennan úrgang í bænum málaðar eða skreyttar á skemmtilegan hátt til að hvetja íbúa til að nota flokkunartunnur. Aðgreining sorpíláta fyrir almennan úrgang frá flokkunartunnum með límmiðum sem á stendur „Til urðunar“.

Framkvæmd: Finna viðeigandi tunnur og koma fyrir á stöðum þar sem þörf er á. Auglýsingarherferð í gegnum samfélagsmiðla.

Markmið: Að efla flokkun á endurvinnanlegum úrgangi og halda bænum sem snyrtilegustum.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: 

3.6. Bæta flokkun í íbúðum í skammtímaleigu

Aðgerð: Upplýsa eigendur orlofsíbúða um þá skyldu að úrgangur sé flokkaður í íbúðunum.

Framkvæmd: Með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Nýta skal samfélagsmiðla Akureyrarbæjar til að miðla upplýsingum um endurnýtingu og endurvinnslu í bænum. Útbúið verður upplýsingablað um flokkun og grenndarstöðvar sem eigendur orlofsíbúða eða íbúðagistingar geta prentað út og haft til aðgengilegt í íbúðum.

Markmið: Að efla flokkun á endurvinnanlegum úrgangi. 

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og forstöðumaður atvinnu- og menningarmála

Staða: Unnið er að undirbúningi en verkefnið fer af stað þegar nýtt flokkunarkerfi hefur verið innleitt haustið 2024.

3.7. Draga úr matarsóun

3.7.1. Matarstefna

Aðgerð: Móta heildstæða matarstefnu fyrir stofnanir Akureyrarbæjar í samræmi við skuldbindingar bæjarins með aðild að GCoM.

Framkvæmd: Meta umfang matreiðslu á vegum bæjarins og samlegðarmöguleika milli starfstöðva. Gera aðgerðaráætlun sem stuðlar að árlega bættum árangri í gæðum, hagkvæmni og minni matarsóun.

Markmið: Að stuðla að því að bærinn nái markmiðum sínum í kolefnishlutleysi, auki hagkvæmni og dragi úr matarsóun, ásamt því að stuðla að heilbrigðara mataræði. 

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: 

3.7.2. Minni matarsóun

Aðgerð: Hvetja til bættrar nýtingar á mat og aukinnar neyslu á mat úr héraði.

Framkvæmd: Með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Horfa til átaksins matarsoun.is.

Markmið: Draga úr matarsóun ásamt því að auka vitund um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu. 

Ábyrgð: Vistorka

Staða: 

3.7.3. Viðurkenningar fyrir veitingasala - Matarsóunarverkefni

Aðgerð: Koma á viðurkenningakerfinu Leifur Arnar fyrir veitingasala í bænum, í samvinnu við Vistorku, sem snýr að því að flokka allan úrgang, safna notaðri steikingarolíu, og að sporna við því að afgangar fari í ruslið.

Framkvæmd: Vottunarkerfi komið á fót og veitingastaðir hvattir til að taka þátt. Sé ákveðnum kröfum mætt getur viðkomandi staður auðkennt sig sem fyrirmyndarstað í samstarfi við bæinn.

Markmið: Að úrgangur frá öllum veitingastöðum sé flokkaður, allir veitingastaðir bjóði viðskiptavinum sínum að taka afganga með sér heim og dregið sé úr matarsóun.

Ábyrgð: Vistorka

Staða: 

3.8. Draga úr fatasóun

Aðgerð: Hvetja íbúa til að lengja líftíma fatnaðar, ásamt því að vekja athygli á umhverfis- og samfélagsáhrifum fatasóunar.

Framkvæmd: Íbúum bent á að nýta sér saumastofur bæjarins, vakin athygli á verslunum sem selja notuð föt, halda fataskiptimarkaði og fleira.

Markmið: Að lengja líftíma fatnaðar sem bæjarbúar eiga.

Ábyrgð: Vistorka og forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða:

3.9. Auka neysluvitund íbúa

Aðgerð: Auka skal neysluvitund bæjarbúa og gesta með upplýsingagjöf og fræðslu með það að markmiði að draga úr magni úrgangs og neyslu. Efla vitund um tilvist og tilgang grenndarstöðva og Grænu trektarinnar. 

Framkvæmd: Með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Nýta samfélagsmiðla Akureyrarbæjar til að miðla upplýsingum um endurnýtingu og endurvinnslu í bænum.

Markmið: Að minnka rusl og umframneyslu og efla flokkun á endurvinnanlegu sorpi.

Ábyrgð: Vistorka og forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: 

Síðast uppfært 19. febrúar 2024