Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér. 

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16. apríl:

Almenn mál

1. 2023090474 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. apríl 2024:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Davíð Búi Halldórsson frá endurskoðendum bæjarins Enor ehf. sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

2. 2024040250 - Breytingar í nefndum - velferðarráð

Lögð verður fram tillaga Jóns Hjaltasonar óflokksbundins um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Birgis Eyfjörð Torfasonar.

 

3. 2024030466 - Barnaverndarþjónusta - samningur við Þingeyinga

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsetri 27. mars 2024:
Lögð fram drög að samningi um barnaverndarþjónustu við fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

 

4. 2024011322 - Göngubrú yfir Glerá - ósk um breytingu á deiliskipulagi Glerár

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2024:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Glerá var auglýst frá 14. febrúar til og með 28. mars 2024. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingatímanum ásamt umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Er skipulagsfulltrúa falið að útfæra drög að svörum.

 

5. 2022041947 - Stefna um íbúasamráð - hverfisnefndir

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. apríl 2024:
Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2024 varðandi hverfisnefndir Akureyrarbæjar. Ein af aðgerðum stefnu um íbúasamráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. febrúar sl. gerir ráð fyrir að hverfisnefndir á Akureyri verði lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs við íbúa.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í samræmi við stefnu um íbúasamráð samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að fella úr gildi samþykktir fyrir hverfisnefndir á Akureyri, þar sem öðrum fjölbreyttum og markvissum aðferðum verður beitt til samráðs við íbúa. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey starfa áfram, en í stefnu um íbúasamráð er gert ráð fyrir auknum stuðningi sveitarfélagsins við þau. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

 

6. 2024040320 - Lögreglan á Akureyri

Rætt um stöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

 

7. 2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 23. og 27. mars, 4. og 11. apríl 2024
Bæjarráð 21. mars , 4. og 11. apríl 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 25. mars og 8. apríl 2024
Skipulagsráð 27. mars og 10. apríl 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. mars og 9. apríl 2024
Velferðarráð 27. mars og 10. apríl 2024


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 12. apríl 2024