Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

208. fundur 11. maí 2012 kl. 10:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Hjörleifur Hallgríms Herbertsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hafnarstræti 28 103 - leiguíbúð

Málsnúmer 2012050070Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar dags. 10. maí 2012 í íbúðina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupin á íbúðinni.

2.Hjallalundur 20 301 - leiguíbúð

Málsnúmer 2012050071Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar dags. 8. maí 2012 í íbúðina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupin á íbúðinni.

3.Dalsbraut 1 L-M - geymsla

Málsnúmer 2012040142Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað gagntilboð í geymsluna við Dalsbraut dags. 26. apríl 2012.

Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir söluna á geymslunni.

Njáll Trausti Friðbertsson, D-lista, situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:

Mér finnst eðlilegt að eignir bæjarins séu auglýstar til sölu og þannig stuðlað að gegnsæi í stjórnsýslu bæjarins.

4.Búnaðarkaup í skólum 2012

Málsnúmer 2012050080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 10. maí 2012 frá skóladeild um fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum árið 2012.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fjárveitingu til búnaðarkaupanna, af liðnum óskipt til búnaðarkaupa í fjárhagsáætlun, samkvæmt framlögðum gögnum að upphæð 20.000.000 króna.

5.Lundarsel - lausar kennslustofur

Málsnúmer 2012050088Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 10. maí 2012 frá skóladeild þar sem óskað er eftir lausum kennslustofum við Lundarsel

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið og skal framkvæmdin rúmast innan fjárhagsramma nýframkvæmda ársins 2012.

6.Verkfundargerðir FA 2012

Málsnúmer 2012010240Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - SS Byggir ehf: 21. verkfundur dags. 26. apríl 2012.
Þrastarlundur 3-5 - Virkni ehf: 12. verkfundur dags. 2. maí 2012.
Lystigarður kaffihús - BB Byggingar ehf: 9. og 10. verkfundur dags. 2. og 9. maí 2012.
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 21. og 22. verkfundur dags. 22. apríl og 8. maí 2012.

7.Önnur mál - stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2012010283Vakta málsnúmer

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista lagði fram tillögu um að aðgengi áhorfenda að Akureyrarvelli verði malbikað.

Tillagan er felld með 2 atkvæðum gegn atkvæði Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar L-lista.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigfús Arnar Karlsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.