Stjórn Akureyrarstofu

125. fundur 13. júní 2012 kl. 16:00 - 18:30 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Vaðlaheiðargöng - framhald framkvæmda

Málsnúmer 2011110045Vakta málsnúmer

Alþingi samþykkti nú síðdegis efnisgreinar frumvarps um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Alls sagði 31 þingmaður já, 18 sögðu nei og 6 greiddu ekki atkvæði um fyrstu grein frumvarpsins. Annarri umferð málsins er þar með lokið.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar þessari niðurstöðu og hvetur Alþingi til að flýta endanlegri afgreiðslu málsins, svo ljúka megi undirbúningi og hefja framkvæmdir hið fyrsta.

2.Verkefnisstjóri atvinnumála - auglýsing 2012

Málsnúmer 2012030132Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi stjórnar var framkvæmdastjóra og tveimur fulltrúum úr stjórn falið að klára ráðninguna í samræmi við þá vinnu og umræðu sem fram hafi farið. Ráðningarferlinu er nú lokið og hefur Hreinn Þór Hauksson verið ráðinn í starfið.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir ráðninguna og býður Hrein Þór Hauksson velkominn til starfa.

3.Sjónlistamiðstöðin á Akureyri - skipulag og þróun

Málsnúmer 2012040129Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu, að ósk fulltrúa V-lista í stjórn Akureyrarstofu, mál það sem upp kom á sýningu Sjónlistamiðstöðvarinnar á dögunum. Í merkingu eins verksins á sýningunni voru fólgin skilaboð frá forstöðumanni Sjónlistamiðstöðvarinnar til formanns Myndlistarfélagsins á Akureyri og gerði formaðurinn athugasemd við það í fjölmiðlum.

 

Hildur Friðriksdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu óskar bókað:

Í tilefni af gjörningi Hannesar Sigurðssonar forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvar á sýningunni Syntagma sem nú stendur yfir, þá vill fulltrúi VG í stjórn Akureyrarstofu mótmæla því harðlega að opinbert fjármagn og vald sé nýtt í persónulegum tilgangi til að koma höggi á formann Myndlistarfélagsins. Auk þess telur fulltrúi VG að heppilegra hefði verið að málið hefði verið tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu áður en framkvæmdastjóri gaf yfirlýsingar um málsmeðferð í fjölmiðlum.

4.Samningur um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2012-2013

Málsnúmer 2011030188Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstrarstöðu og starfsemi Menningarfélagsins eftir fyrstu 6 mánuði starfsársins 2011-2012.

 

5.Fjölskyldu- og skeljahátíð í Hrísey 2012 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2012050130Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. maí 2012 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur f.h. undirbúningsnefndar Fjölskylduhátíðar í Hrísey þar sem óskað er eftir styrk til hátíðarhaldanna.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

6.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og rætt áframhaldið við endurskoðun hennar.

Stjórnin samþykkir að skipar Höllu Björk Reynisdóttur og Unnstein Jónsson í starfshóp sem vinni að endurskoðun áætlunarinnar ásamt framkvæmdastjóra, fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:30.