Samfélags- og mannréttindaráð

102. fundur 15. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Rætt um styrki og samninga við æskulýðs- og tómstundafélög.
Hörður Geirsson og Þórhallur Jónsson f.h. Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar voru gestir fundarins undir þessum lið. Fulltrúar KFUM og KFUK boðuðu forföll en hafa fengið kynningu á efninu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og góðar umræður.

2.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - staðalímyndir kynjanna

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Afnám staðalímynda er eitt af áhersluatriðum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Hera Óðinsdóttir og G. Ómar Pétursson f.h. Dagskrárinnar og Þorvaldur Jónsson f.h. N4 komu á fundinn til samræðna um staðalímyndir, sjálfsmynd og viðhorf ungs fólks.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og jákvæðar undirtektir. Fyrirtækin tvö hafa tekið ábyrgt á málum.

Samfélags- og mannréttindaráð telur þörf á vitundarvakningu í samfélaginu og leitar þess vegna eftir samvinnu við fjölmiðla.

3.Mannréttindi samkynhneigðra

Málsnúmer 2012020106Vakta málsnúmer

Fjallað um stöðu og viðhorf til samkynhneigðra í ljósi niðurstaðna rannsóknar prófessora við Háskólann á Akureyri. Þar kemur fram að samkynhneigðir unglingar eru nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis.

Samfélags- og mannréttindaráð hefur þungar áhyggjur af niðurstöðunum. Þóroddur Bjarnason prófessor mun kynna niðurstöðurnar nánar á næsta fundi ráðsins.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - jafnréttisáætlanir stofnana

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Endurskoðuð jafnréttisáætlun Slökkviliðs Akureyrar var lögð fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar endurskoðuninni og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana til að gera það sem fyrst.

5.Áfangar í átt til jafnréttis kynjanna

Málsnúmer 2012020092Vakta málsnúmer

Eftir bæjarstjórnarkosningar vorið 1982 settust þrjár konur í bæjarstjórn Akureyrar. Ekki höfðu áður setið svo margar konur þar. Tvær kvennanna voru fulltrúar Kvennaframboðsins og ein fulltrúi Framsóknarflokksins.

Samfélags- og mannréttindaráð mun minnast tímamótanna á bæjarstjórnarfundi 19. júní nk. og jafnframt standa fyrir útplöntun í Vilhelmínulundi við Hamra þann dag.

6.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs 2. nóvember 2011 var samþykkt að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd. Borist hafa tilnefningar frá öllum nema stjórn Akureyrarstofu.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni vinnuhópsins og framkvæmdastjóra að boða til fyrsta fundar.

7.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Fundargerð almannaheillanefndar frá 3. febrúar sl. lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.