Kjarasamninganefnd

8. fundur 25. október 2010 kl. 10:00 - 12:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hallgrímur Guðmundsson
  • Hjalti Ómar Ágústsson
Dagskrá

1.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar drög stjórnsýslunefndar að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akureyrarbæ. Athugasemdir óskast sendar stjórnsýslunefnd fyrir 15. nóvember nk.

Kjarasamninganefnd felur starfsmannastjóra að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri við stjórnsýslunefnd en samþykkir að öðru leyti framkomna tillögu.

2.TV-einingar - reglur 2010

Málsnúmer 2010100136Vakta málsnúmer

Kynnt ákvæði kjarasamninga og reglur Akureyrarbæjar um úthlutun TV-eininga.

3.TV-einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna 2010

Málsnúmer 2010010191Vakta málsnúmer

Kynnt nýting Akureyrarbæjar á heimild kjarasamninga til greiðslu TV-eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.

4.TV-einingar - úthlutanir árið 2011

Málsnúmer 2010100135Vakta málsnúmer

Úthlutanir TV-eininga vegna verkefna og hæfni árið 2011.
Í ljósi aðstæðna leggur kjarasamninganefnd til að ekki verði úthlutað TV-einingum vegna verkefna og hæfni árið 2011.

5.Stjórnendaálag

Málsnúmer 2010100137Vakta málsnúmer

Umfjöllun um skilgreiningar og framkvæmd Akureyrarbæjar á grein 1.5.3. í kjarasamningum LN og viðsemjenda.

Fundi slitið - kl. 12:15.