Íþróttaráð

109. fundur 26. apríl 2012 kl. 14:00 - 16:20 Hlíðarfjall
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þóroddur Hjaltalín
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2011040054Vakta málsnúmer

Farin var skoðunarferð um skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð þakkar forstöðumanni Hlíðarfjalls og forsvarsmönnum Skíðafélags Akureyrar fyrir leiðsögn um svæðið.

Bergur Þorri Benjamínsson vék af fundi kl. 15:45.

2.Íþróttabandalag Akureyrar - bréf frá SKA snjóbrettadeild

Málsnúmer 2012040041Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. apríl 2012 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar þar sem vísað er í bréf frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi ósk um bætta aðstöðu snjóbrettaiðkenda sunnan Skautahallar. Stjórn ÍBA mælir með því að aðstaða fyrir iðkendur verði bætt.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að afla nánari upplýsinga um málið.

3.Starfsmaður fyrir Skíðafélag Akureyrar og KKA Akstursíþróttafélag

Málsnúmer 2012040066Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 13. apríl 2012 frá Þorsteini Hjaltasyni f.h. KKA - Akstursíþróttafélags og Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær ráði starfsmann til að sinna verkefnum fyrir félögin tvö.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

4.Körfuknattleiksdeild Þórs - ósk um afnot af íþróttasal Glerárskóla sumarið 2012

Málsnúmer 2012040104Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. apríl 2012 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttasal í íþróttahúsi Glerárskóla frá 1. júní til 24. ágúst nk. Fyrirhugað er að starfrækja körfuboltaskóla fyrir unga iðkendur.

Að höfðu samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar Glerárskóla samþykkir íþróttaráð að verða við beiðninni.

5.Hjólað í vinnuna 2012

Málsnúmer 2012040053Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 12. apríl 2012 frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þar sem vakin er athygli á vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna sem haldin verður 9.- 29. maí nk.

Íþróttaráð fagnar átakinu Hjólað í vinnuna og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum árum.

Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa.

Íþróttaráð hyggst veita viðurkenningu til þess vinnustaðar Akureyrarbæjar sem stendur sig best.

Fundi slitið - kl. 16:20.