Bæjarráð

3471. fundur 11. september 2015 kl. 08:30 - 12:12 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015

Málsnúmer 2015040016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júlí 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Akureyrarbær - stjórnsýsluúttekt

Málsnúmer 2015080042Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu stjórnsýsluúttektar hjá Akureyrarbæ.
Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri voru á símafundi með bæjarráði undir þessum lið.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Capacent um stjórnsýsluúttekt í samræmi við verkefnatillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

3.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi boð Akureyrarbæjar til að taka á móti flóttamönnum.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur samfélags- og mannréttindaráði að stofna starfshóp vegna verkefnisins með aðkomu m.a. skólanefndar og velferðarráðs.

4.Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 2014120069Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu átaksverkefnisins gegn heimilisofbeldi sem hefjast átti 1. mars sl. og standa yfir í eitt ár.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015020055Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð vísar umræðum um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar til bæjarstjórnar.

6.Vísindaskóli fyrir unga fólkið

Málsnúmer 2015010142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. ágúst 2015 frá Sigrúnu Stefánsdóttur forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fyrir hönd Vísindaskóla unga fólksins. Óskað er eftir að Akureyrarbær styðji verkefnið á árinu 2016.
Bæjarráð vísar beiðninni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

7.Hlíðarfjall - framtíð rekstrar

Málsnúmer 2014110046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 8. september 2015 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi athugun AFE á breyttu rekstrarfyrirkomulagi í Hlíðarfjalli.
Bæjarráð heimilar Atvinnuþróunarfélaginu að kanna möguleika á breyttu rekstrarfyrirkomulagi í Hlíðarfjalli.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2015 - maí 2016

Málsnúmer 2015090039Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2015 til maí 2016.
Áætlunin verður birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, slóðin er: http://www.akureyri.is/stjornkerfid/baejarstjorn/
Bæjarráð samþykkir áætlunina.

9.Nefndir - kjörtímabilið 2014-2018

Málsnúmer 2014060154Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar listi um nefndir, ráð og vinnuhópa hjá Akureyrarbæ.

10.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2015/2016

Málsnúmer 2015090043Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 2. september 2015 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016. Umsóknarfrestur er til 30. september 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

11.Eyþing - aðalfundur 2015

Málsnúmer 2015080148Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. ágúst sl. frá Eyþingi þar sem fram kemur að aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit, dagana 9. og 10. október 2015.

Fundi slitið - kl. 12:12.