Bæjarráð

3424. fundur 21. ágúst 2014 kl. 09:00 - 12:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Bjarki Ármann Oddsson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.

1.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2014

Málsnúmer 2014050012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júní 2014.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 - viðauki

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna fjárveitinga til Menningarfélags Akureyrar og kvenna-/jafnréttisstyrkja sem samþykktar voru í bæjarráði 31. júlí sl.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

4.Gjaldskrá vegna daggæslu

Málsnúmer 2014070182Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 11. ágúst 2014:
Fyrir fundinn var lögð tillaga um að gjaldskrá vegna daggæslu verði óbreytt þrátt fyrir kostnaðarauka í kjölfar breytinga á kjarasamningum sem hámarksgjald vegna daggæslu tekur mið af samkvæmt gildandi samningum við dagforeldra. Reikna má með því að aukinn rekstrarkostnaður á þessu ári vegna þessa verði nálægt 5 milljónum kr.
Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta auknum kostnaði á árinu.
Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir aukna fjárveitingu að upphæð kr. 5.000.000 í málaflokkinn.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

5.KKA Akstursíþróttafélag - álögð gjöld á íþróttafélög

Málsnúmer 2014080055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Þorsteini Hjaltasyni formanni KKA Akstursíþróttafélags varðandi álögð gjöld bæjarins á íþróttafélög.

Bæjarráð getur ekki orðið við ósk um niðurfellingu gjalda en samþykkir að vísa erindinu um styrkveitingu til íþróttaráðs og að svara bréfritara að öðru leyti.

6.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - vinna samhliða töku lífeyris

Málsnúmer 2014080060Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 20. ágúst 2014 um vinnu samhliða töku lífeyris hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

7.Samþykktir fastanefnda endurskoðun 2014 - bæjarráð

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar tillögu að breytingum á Samþykkt fyrir bæjarráð til bæjarstjórnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

8.Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri

Málsnúmer 2014080066Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá Guðrúnu Ingimundardóttur framkvæmdastjóra verkefnis um Norræna þjóðlistahátíð á Akureyri dagana 20.- 23. ágúst nk. Í erindinu er meðal annars óskað eftir að Akureyrarbær leggi hátíðinni lið með beinum fjárstuðningi og annarri fyrirgreiðslu s.s. útvegun fánaborga og flagga Norrænum fánum þar sem því verður við komið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000 sem tekið verður af styrkveitingum bæjarráðs og leggja hátíðinni lið með útvegun fánaborga.

Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vilja og áhuga á að vinna með framkvæmdaaðilum að áframhaldandi uppbyggingu hátíðarinnar og þjóðlistamiðstöðvar á Akureyri.

9.Jafnréttislög - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 2014080056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 14. ágúst 2014 frá Kristínu Ástgeirsdóttur jafnréttisstýru þar sem minnt er á ákvæði laga nr. 1/2008 um jafnan rétt kvenna og karla er varða sveitarstjórnir.

Fundi slitið - kl. 12:50.