Bæjarráð

3419. fundur 10. júlí 2014 kl. 09:00 - 12:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Dómur í máli E-189/2013

Málsnúmer 2013050052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs þann 26. júní sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma.

Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

2.Dómur í máli E-160/2013

Málsnúmer 2013050053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs þann 26. júní sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma.

Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2014070055Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Afgreiðsla bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2014070052Vakta málsnúmer

Eftirtaldir fulltrúar félagsmálaráðs sátu fundinn undir þessum lið: Sigríður Huld Jónsdóttir formaður, Jóhann Gunnar Sigmarsson, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Oktavía Jóhannesdóttir, Valur Sæmundsson og Guðrún Karítas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi og starfsmennirnir Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.

Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

5.Vinnustofa Nordisk Ljus á Akureyri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014060187Vakta málsnúmer

Erindi dags 26. maí 2014, frá Hlín Jóhannesdóttur, Vilborgu Einarsdóttur og Kristiinu Isaakson, f.h. Listahátíðarinnar Nordisk Ljus 2014, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna vinnustofu Nordisk Ljus sem fram fer á Akureyri 19. - 23. júlí næst komandi.
Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000.

Kosnaður færist á styrkveitingar bæjarráðs.

6.Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2014

Málsnúmer 2014070022Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. júlí 2014 frá Vinum Akureyrar þar sem óskað er eftir að skemmtistaðir megi vera opnir um Verslunarmannahelgina til kl. 02:00 aðfararnótt föstudags og til kl. 05:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags og mánudags.

Með vísan 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00 og aðfararnótt mánudags til kl. 04:00. Bæjarráð telur ekki rök fyrir að auka opnunartíma aðfararnótt mánudags frekar en heimilt er í lögreglusamþykktinni á almennum frídögum. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni Vina Akureyrar um að aðfararnótt föstudags verði opið til kl. 02:00.

7.Ný embætti sýslumanna og lögreglustjóra - umsögn

Málsnúmer 2014070053Vakta málsnúmer

Frestur til að skila inn umsögnum og ábendingum vegna nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra er til 14. júlí nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn Akureyrarbæjar í samræmi við umræður á fundinum.

 

8.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns í stjórn Félagsins, sameiginlegs félags Menningafélagsins Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar svohljóðandi:
Sigurður Kristinsson tekur sæti aðalmanns í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27. júní 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 12:45.