Bæjarráð

3408. fundur 03. apríl 2014 kl. 09:00 - 11:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Hlín Bolladóttir L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

1.Leikfélag Akureyrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Soffía Gísladóttir formaður, Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri og Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu Leikfélagsins.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Guðmundur Baldvin Guðmundsson vék af fundi við umræðu málsins.

Bæjarráð þakkar þeim Soffíu, Ragnheiði og Eiríki Hauki fyrir komuna.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. mars 2014. Fundargerðin er í 10 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið b), 2. lið, 7. lið a) og b) til framkvæmdadeildar, 1. liður a) og c), 7. liður c) og d) og 8. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði, 3. lið er vísað til félagsmálaráðs, 4. lið til skipulagsdeildar, 5. lið til Akureyrarstofu, 6. lið til skólanefndar, 9. lið til búsetudeildar og 10. lið til Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 814. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. mars 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

4.Hverfisnefnd Síðuhverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010010Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 38. og 39. fundar hverfisnefndar Síðuhverfis dags. 4. og 25. mars 2014.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/siduhverfi/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 11:10.