Bæjarráð

3768. fundur 28. apríl 2022 kl. 08:15 - 11:13 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Gunnar Gíslason
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista boðaði forföll fyrir sig og varafulltrúa.

1.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:

Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.

Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Búfesti og Guðlaug Kristinsdóttir formaður Búfesti sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir beiðni um skiptingu gatnagerðargjalda þar sem Búfesti hsf. er óhagnaðardrifið félag og starfar samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 60/2003. Slík félög hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með búsetuíbúðum sem félagsmenn þeirra fá búseturétt í gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds samkvæmt samþykktum hvers félags. Fyrirkomulag greiðslna verði þannig að fyrri hluti verður greiddur nú, en greiðsla vegna síðari áfanga, sem er verðtryggð samkvæmt byggingavísitölu, innan tveggja ára eða við útgáfu lóðarleigusamnings.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

2.Höfðahlíð 2 - útboð lóðar

Málsnúmer 2022011588Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð BF Bygginga ehf. upp á kr. 8.100.000 í byggingarrétt lóðarinnar Höfðahlíðar 2 ásamt gögnum um fjárhagsstöðu og fjármögnun lóðar og byggingarframkvæmda. Tilboðið var það annað hæsta sem barst en það tilboð sem var hærra var dregið til baka.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tilboð BF Bygginga ehf. í byggingarrétt lóðarinnar Höfðahlíðar 2.

3.Útboð - Skarðshlíð 20

Málsnúmer 2022031389Vakta málsnúmer

Tilboð í byggingarrétt lóðarinnar Skarðshlíðar 20 voru opnuð mánudaginn 25. apríl 2022. Bárust tilboð frá fimm aðilum og voru tvö þau hæstu jafn há eða 121 milljón króna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að dregið verði á milli hæstbjóðenda að þeim viðstöddum og felur bæjarlögmanni og skipulagsfulltrúa að annast framkvæmdina.

4.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2022

Málsnúmer 2022042594Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þriggja mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar.

6.Samkeppnishæfni Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018110163Vakta málsnúmer

Lögð fram lokadrög að samkeppnisgreiningu Akureyrarbæjar sem unnin var í samstarfi við SSNE.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samkeppnisgreininguna og telur mikilvægt að hún verði höfð til hliðsjónar við stefnumótun og í markaðssókn sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að kynna greininguna fyrir starfsfólki og nefndarfólki og tryggja að hún verði uppfærð reglulega.

7.Listaverkakaup

Málsnúmer 2006090067Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur starfsfólki að vinna áfram að samþykktinni og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

8.Súlur Vertical - stuðningur við fjallahlaupið

Málsnúmer 2021010344Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við félagasamtökin Súlur Vertical um framkvæmd og áframhaldandi þróun fjallahlaupsins til ársins 2024.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að afla frekari upplýsinga.

9.Upplýsingamiðstöð - beiðni um styrkveitingu

Málsnúmer 2022042475Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2022 frá Sölva Antonssyni, þar sem hann óskar eftir styrkveitingu frá Akureyrarbæ til að reka upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Hofi.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Nám í tæknifræði á háskólastigi

Málsnúmer 2022042563Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2022 þar sem Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE og Kristján Heiðar Kristjánsson mannauðsstjóri Slippsins kynna fyrirhugað nám í tæknifræði við Háskólann á Akureyri og óska eftir fjárframlagi vegna verkefnisins. Í erindinu kemur fram að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafi lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við HA og að sú kennsla geti hafist strax á þessu ári. Í þessu ljósi hafa áhugasamir atvinnurekendur í samstarfi við SSNE leitað til helstu fyrirtækja, bæði einka- og opinberra, um að fjármagna byrjunarkostnað sem er um 30 milljónir króna.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð fimm milljónir króna til verkefnisins.

11.Félag Foreldrajafnréttis - styrkbeiðni til bæjarráðs

Málsnúmer 2022042552Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2022 frá Sigrúnu Ósk, fyrir hönd félags Foreldrajafnréttis, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki félagið vegna kostnaðar við gerð fræðsluefnis um mikilvægi tengsla barna við báða foreldra eftir skilnað.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Málræktarsjóður - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022042584Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2022 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins miðvikudaginn 25. maí kl. 15.30 í fundarsalnum F&G á Hilton Reykjavik Nordica. Akureyrarbær á rétt á að skipa einn mann í fulltrúaráð sjóðsins. Tilnefningar, ásamt netfangi þess sem tilnefndur er, þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 11. maí n.k.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs. Bæjarráð hvetur Málræktarsjóð til að kanna möguleika þess að halda fundi sína með rafrænum hætti.

13.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010390Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 6. apríl 2022.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að svara fyrirspurn hverfisráðs Hríseyjar um skipulag fyrir hafnar- og miðsvæði í Hrísey og varðandi gatnagerðargjöld fyrir nýjar lóðir. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að ræða við fulltrúa í hverfisráðinu varðandi ósk um tímabundna lokun Norðurvegar framan við Hríseyjarbúðina á komandi sumri.

14.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans á tímabilinu 27. október 2021 til 8. apríl 2022.

15.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir

Málsnúmer 2020040527Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. apríl 2022 lögð fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál

Málsnúmer 2022042234Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 11. apríl 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0832.pdf

Fundi slitið - kl. 11:13.