Bæjarráð

3715. fundur 04. febrúar 2021 kl. 08:15 - 11:56 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Úttekt á rekstri málaflokks fatlaðra

Málsnúmer 2021020057Vakta málsnúmer

Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson ráðgjafar hjá HLH Ráðgjöf kynntu drög að niðurstöðum úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar kynninguna. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við velferðarráð og sviðsstjóra velferðarsviðs.

2.Skáldahúsin - þjónustusamningur

Málsnúmer 2019100365Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 19. nóvember 2020:

Samningur við Minjasafnið vegna Skáldahúsanna rennur út um áramótin. Endurnýjaður samningur fyrir árin 2021 - 2023 lagður fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum. Þóknun vegna faglegs safnastarfs og annarra umsjónar verður kr. 9.000.000 á árinu 2021. Kr. 9.250.000 á árinu 2022 og kr. 9.500.000 á árinu 2023. Upphæðir eru með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði og samþykki bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun hvers árs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

3.Minjasafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings

Málsnúmer 2016040100Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 3. desember 2020:

Þjónustusamningur við Minjasafnið rennur út um áramótin. Endurnýjaður samningur fyrir árin 2021 - 2023 lagður fram til samþykktar.

Málið var áður á dagskrá á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 19. nóvember sl. og var þá afgreiðslu frestað.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarráði. Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að rammi málaflokks 105 í áætlun 2021 verði hækkaður sem nemur innri leigu vegna geymsluhúsnæðis Minjasafnsins að Naustum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 10. desember sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra fjársýslusviðs valið að kanna málið frekar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

4.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögur um fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í dagvinnu hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir hér með niðurstöður samtals um skipulag vinnutíma dagvinnufólks hjá skrifstofu samfélagssviðs og Akureyrarstofu.

5.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Endurskoðuð lögreglusamþykkt lögð fram til afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar breytingum á lögreglusamþykkt til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

6.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.

Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs 13. febrúar 2020 og 5. mars 2020 og var þá vísað til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs. Sá fundur var haldinn 13. október 2020 og kom málið þar til tals en engin ákvörðun var tekin.
Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Er á móti því að setja þetta í enn eina nefndina, tel að eldra fólk eigi inni hjá bænum að þetta sé unnið með skilvirkari hætti. Eins og þetta er afgreitt hjá bæjarráði er verið að tefja málið.

7.Gásakaupstaður ses - framhaldsaðalfundur og slitafundur

Málsnúmer 2021020091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar og slitafundar stofnfjáreigenda Gásakaupstaðar ses., kt. 560108-0360, sem haldinn verður rafrænn sökum sóttvarnaaðgerða, þann 10. febrúar 2021 kl. 15:00.
Bæjarráð felur Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

8.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2019020406Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsett 20. janúar 2021.

Fundargerðir nefndarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.hne.is/is/fundargerdir
Bæjarráð tekur undir bókun heilbrigðisnefndar um að lögð verði áhersla á að tiltekt á lóð og athafnasvæði Steypustöðvar Akureyrar ehf. og Skútabergs ehf. í Sjafnarnesi fari fram strax og snjóa leysir og verði lokið í síðasta lagi 1. september 2021.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 2021011468Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNE nr 20. og 21. dagsettar 13. og 27. janúar 2021.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - 36. landsþing 2021

Málsnúmer 2021011635Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun 35. landsþings sambandsins sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 26. mars nk. ef aðstæður leyfa en annars rafrænt sama dag.

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál

Málsnúmer 2021011536Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. janúar 2021 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0626.html

12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál

Málsnúmer 2021011537Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. janúar 2021 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0625.html

13.Tillaga til þingsályktunar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál

Málsnúmer 2021011781Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. janúar 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0462.html

Fundi slitið - kl. 11:56.