Bæjarráð

3673. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:39 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Rósa Njálsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Rósa Njálsdóttir M-lista mætti í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð samtals 58,5 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Klettaborg 43 - íbúðakjarni

Málsnúmer 2017090011Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Akureyrarbæjar vegna lánsfjármögnunar við byggingu almennra íbúða við Klettaborg 43, Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

3.Hafnarstræti 30 íbúð 0202 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2019120127Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stofnframlag vegna kaupa á félagslegri leiguíbúð í Hafnarstræti 30, íbúð 0202.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag með fimm samhljóða atkvæðum. Stofnframlag bæjarins verður 12% af kaupverði, 2.940.000 krónur. Stofnframlag HMS 18% og 4% er samtals 5.390.000 krónur. Eiginfjármögnun og lánsfjármögnun bæjarins verður í samræmi við umsóknina og felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs frágang málsins.

4.Keilusíða 1-3-5 - fjölgun íbúða

Málsnúmer 2018110228Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stofnframlag vegna kaupa á félagslegum leiguíbúðum í Keilusíðu 3 og 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag með fimm samhljóða atkvæðum. Stofnframlag bæjarins verður 12% af stofnverði, 5.401.046 krónur. Stofnframlag HMS 18% er samtals 8.101.569 krónur. Eiginfjármögnun og lánsfjármögnun bæjarins verður í samræmi við umsóknina og felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs frágang málsins.

5.Sporatún 43 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2019020132Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stofnframlag vegna kaupa á félagslegri leiguíbúð í Sporatúni 43.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag með fimm samhljóða atkvæðum. Stofnframlag bæjarins verður 12% af stofnverði, 7.853.470 krónur. Stofnframlag HMS 18% og 6% er samtals 15.706.942 krónur. Eiginfjármögnun og lánsfjármögnun bæjarins verður í samræmi við umsóknina og felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs frágang málsins.

6.Strandgata 6 - uppkaup eignar

Málsnúmer 2019050459Vakta málsnúmer

Lagður fyrir samningur vegna uppkaupa á eigninni Strandgötu 6. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 6. febrúar sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning um kaup á eigninni Strandgötu 6 með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Mannréttindastefna 2020 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Afgreiðslu frestað.

8.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra

Málsnúmer 2018040176Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 17. febrúar 2020:

Kynntar breytingar á gjaldskrá dagforeldra 1. janúar 2020, 1. febrúar 2020 og 1. apríl 2020.

Við ákvörðun gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var gengið út frá 2,5% hækkun frá 1. janúar 2020 samkvæmt Lífskjarasamningi. Í ljósi þess að illframkvæmanlegt er að hækka hlut foreldra afturvirkt, tekur Akureyrarbær á sig alla hækkun frá 1. janúar til 31. mars, en gjaldskrá foreldra hækkar frá 1. apríl 2020 um 2,5%. Kostnaður foreldra við gjaldskrárhækkun miðað við hærra gjaldið fer því úr 28.256 kr. í 28.960 kr. miðað við 8 klst. dvalartíma án matarkostnaðar og lægra gjaldið fer úr 17.688 kr. í 18.128 kr. miðað við sama dvalartíma. Það skal tekið fram að leikskólagjaldið fyrir 8 klst. dvalartíma er nokkru hærra eða 29.872 kr. og 19.912 kr.

Áætlaður kostnaðarauki á árinu 2020 fyrir Akureyrarbæ vegna þessara hækkana er á bilinu 13-15 m.kr. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 er ekki áætlað fyrir breytingum vegna væntanlegra kjarasamninga.

Meirihluti fræðsluráðs samþykkir gjaldskrárhækkun á hlut foreldra um 2,5% frá 1. apríl 2020 og vísar til bæjarráðs. Ekki er óskað eftir viðauka að svo stöddu. Gjaldskráin var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Lagt fram til kynningar.

9.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 20. febrúar 2020:

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir drög að auglýsingu vegna útleigu á jarðhæð Ketilhússins. Einnig kynnti hann tillögu um lækkun á gjaldskrá vegna útleigu á aðalsal Ketilhússins.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að brátt færist menningarlegt líf í jarðhæð Ketilhússins. Stjórnin samþykkir tillögu um að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði. Jafnframt samþykkir stjórnin að gjaldskrá fyrir aðalsal hússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

10.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsettar 10. september 2019 og 10. febrúar 2020.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-1
Bæjarráð vísar liðum 1-4 í fundargerð 10. september 2019 til skipulagsráðs og lið 5 til umhverfis- og mannvirkjasviðs. Vegna mistaka kom fundargerðin ekki fyrir bæjarráð á sínum tíma og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Fundargerð fundar 10. febrúar 2020 er lögð fram til kynningar. Bæjarráð deilir áhyggjum hverfisnefndar af umferðaröryggi á Hörgárbraut og vísar til þess að skipulagsráð hefur þegar hafið vinnu að úrbótum.

11.Úrtök við bílastæði - reglur

Málsnúmer 2020020502Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2020 varðandi breyttar vinnureglur við umsókn og framkvæmd úrtaka.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:39.