Bæjarráð

3661. fundur 14. nóvember 2019 kl. 08:15 - 11:24 Fundaraðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 130. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 30. október 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar lið 1 til umhverfis- og mannvirkjasviðs. Liðir 2 og 3 eru lagðir fram til kynningar.
Halla Björk Reynisdóttir mætti til fundar kl. 08:30.

2.Íþróttadeild - skipulag deildarinnar

Málsnúmer 2019060005Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar tillögu að breytingum á skipulagi íþróttadeildar samfélagssviðs.

Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sitja hjá.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 31. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

3.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 6. nóvember 2019:

Endurskoðuð samþykkt fyrir ungmennaráð var tekin fyrir í bæjarráði þann 10. október sl. Bæjarráð vísaði samþykktinni aftur til ungmennaráðs og frístundaráðs með þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.

Ungmennaráð hefur tekið erindisbréfið til endurskoðunar.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og gerði grein fyrir breytingum á samþykktinni.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar og vísar samþykktinni til bæjarráðs.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

4.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Hilda Jana vék af fundi við umræðu málsins.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,7 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Norðurorka - verðbreytingar 2020

Málsnúmer 2016090189Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 4. nóvember 2019 frá Norðurorku hf. þar sem tilkynnt er um breytingar á verðskrá allra veitna Norðurorku hf. frá 1. janúar 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Brothættar byggðir - Hrísey

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2019 frá hverfisráði Hríseyjar þar sem ráðið óskar eftir afstöðu Akureyrarbæjar til þess að framlengja byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir um að minnsta kosti eitt ár.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til að óska eftir framlengingu á byggðaþróunarverkefninu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9.Sjávargata Hrísey - lóð 152127 - kauptilboð

Málsnúmer 2017100212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tryggvi Gunnarsson fasteignasali f.h. Guðmars ehf. gerir kauptilboð í fasteignir Akureyrarbæjar, Ægisgötu 11 (fastanúmer 221-7703) og Ægisgötu 13 (fastanúmer 223-2752) í Hrísey. Fasteignin Sjávargata í Hrísey (fastanúmer 215-6391) er boðin í makaskiptum og tilboð gerir að auki ráð fyrir að Akureyrarbær greiði 6,5 milljónir króna í peningum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. júní og 4. júlí sl. og var sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að leggja mat á hagkvæmni þess að færa starfsemi slökkviliðs og áhaldahúss í eitt húsnæði og kanna jafnframt áhuga Norðurorku og Björgunarsveitar Hríseyjar á samnýtingu á húsnæðinu.

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 29. október 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

10.Eyþing - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019110136Vakta málsnúmer

Rætt um dagskrá aðalfundar Eyþings sem haldinn verður á Dalvík dagana 15. og 16. nóvember nk.

11.Stapi lífeyrissjóður - fulltrúaráðsfundur í Hofi 19. nóvember 2019

Málsnúmer 2019110101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 8. nóvember 2019 frá stjórn Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar sjóðsins þriðjudaginn 19. nóvember nk. í Menningarhúsinu Hofi. Fundurinn hefst kl. 16:00 og skráningarfrestur er til og með 17. nóvember.

12.Stjórn Hafnasamlags Norðurlands bs. - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019030011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs. dagsett 6. nóvember 2019.

Fundargerðina er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.port.is/isl/index.php?pid=167

13.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál

Málsnúmer 2019110049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. nóvember 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0066.html

14.Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál

Málsnúmer 2019110073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. nóvember 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0372.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:24.