Tökum höndum saman og hreinsum bæinn eftir veturinn

Mynd: Oksana Chychkanova
Mynd: Oksana Chychkanova

Vorhreinsun sveitarfélagsins er í fullum gangi. Opin svæði eru hreinsuð ásamt því að götur, gangstéttar og stígar eru sópaðir og þvegið er af miklum krafti.

Næstu skref okkar allra:

  • Snyrtum garða og gróður í kringum heimili og vinnustaði
  • Tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði

Gámar fyrir garðaúrgang verða staðsettir á eftirtöldum stöðum frá 8. til og með 21. maí:

  • Bugðusíða við leiksvæði
  • Aðalstræti sunnan Duggufjöru
  • Bónus við Kjarnagötu
  • Bónus Langholti
  • Krambúðin Byggðavegi
  • Nettó Hrísalundi

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta gámana en einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæðinu við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli.

Afgreiðslutími gámasvæðisins við Réttarhvamm breytist þegar sumaropnun tekur gildi 16. maí og verður þá opið virka daga kl. 13–20.

Vetraropnun

Frá 16. ágúst til 15. maí
Mán til föst kl. 13–18
Lau og sun kl. 13–17

Sumaropnun

Frá 16. maí – 31. ágúst
Mán til föst kl. 13–20
Lau og sun kl. 13–17

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan