Mikið fjör og mikið gaman í apríl

Ljósmynd frá Sumartónum 2023. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.
Ljósmynd frá Sumartónum 2023. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.

Bæjarráð hefur úthlutað styrkjum til fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Alls hlutu 20 verkefni brautargengi.

Líkt og undanfarin ár verður allur aprílmánuður helgaður hátíðinni og eru einstaklingar, hópar, fyrirtæki og stofnanir hvött til almennrar þátttöku. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar á barnamenning.is. Opið er fyrir umsóknir um almenna þátttöku í Barnamenningarhátíð á Akureyri til og með 4. mars.

"Hátíðin tókst með eindæmum vel í fyrra og við ætlum okkur að gera enn betur núna. Það lifnar allt við með hækkandi sól og þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni gefa sannarlega fyrirheit um skemmtilega daga í apríl og svo verður alls konar fleira á dagskránni," segir Hólmfríður Kristín Karlsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningarhátíðarinnar.

Styrkt verkefni hátíðarinnar í ár eru:

  • Leirsmiðja / Helga Sif Pétursdóttir og Sædís Steinólfsdóttir
  • Myndlistarverkstæði Gilfélagsins 2024 / Gilfélagið
  • Hulduverur / Brynhildur kristinsdóttir
  • Opið kvöld með FÉLAK / Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Leikum og lærum með Lubba / Leikskólinn Tröllaborgir
  • Umhverfi og dýr / Leikskólinn Kiðagil, Engjarós og Smári
  • Green Creation: Inspiring Sustainability in Youth / Gundega Skela
  • Sólin - skynörvunarupplifun fyrir leikskólabörn / Ómur Yoga & Gongsetur ehf.
  • Lego dagur á Amtsbókasafninu / Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Hæfileikakeppni Akureyrar / Félagsmiðstöðvar Akureyrar
  • Myndlistarsýning á Amtsbókasafninu - Þema: Huldufólk / Fyrsti bekkur Glerárskóla
  • Tónungar / Erla Dóra Vogler
  • Menningarsögusmiðjur Minjasafnsins / Minjasafnið á Akureyri
  • Braggaparkið - Opnir dagar og derhúfuhönnunarkeppni / Eiki Helgason ehf
  • Óvissuævintýri / Suzukideild Tónlistarskólans á Akureyri
  • Fimmtíuogeinn - Listsmiðjur fyrir 5. bekk Lundarskóla / Listasafnið á Akureyri
  • Góðgerðar kaffihús með listrænu ívafi / Fimmti bekkur Síðuskóla
  • FAR Fest Afríka á Barnamenningarhátíð á Akureyri / Cheick Ahmed Tidiane Bangoura
  • Sumartónar 2024 / Ungmennaráð Akureyrar og Menningarhúsið Hof
  • Fuglinn fljúgandi / Leikskólinn Iðavöllur

Verkefnin verða nánar kynnt síðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan