Útboð á hljóðkerfi í Menningarhúsinu Hofi

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í verkið Hof menningarhús, hljóðkerfi. Verkið felur í sér nýtt hljóðkerfi fyrir tónleikasalinn Hamraborg í menningarhúsinu Hofi.

Hamraborg er 509 manna fjölnotasalur í Menningarhúsinu Hofi, Strandgötu 12, 600 Akureyri. Salurinn er notaður fyrir ýmsa viðburði, ráðstefnur, leiksýningar og tónleika, bæði klassíska sem og uppmagnaða tónleika, allt frá rokki til kórtónleika.

Framkvæmdatíminn er frá 1. júní til 1. ágúst 2024.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi á útboðsvef Akureyrarbæjar, frá og með 20. desember 2023.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 11.00 mánudaginn 26. febrúar 2024.