Lögreglan á Akureyri

Málsnúmer 2024040320

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3844. fundur - 11.04.2024

Rætt um stöðu og málefni lögreglunnar á Akureyri.

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn og Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni og Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni fyrir komuna á fundinn.

Bæjarstjórn - 3544. fundur - 16.04.2024

Rætt um stöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir og lagði hún fram bókun fyrir hönd bæjarstjórnar.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Ásrún Ýr Gestsdóttir.


Þrátt fyrir fjölgun íbúa og gríðarlega fjölgun ferðamanna hefur verið bent á að jafn margir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980, við því sé nauðsynlegt að bregðast og fjölga lögreglumönnum. Ekki aðeins hefur málum á borði embættisins fjölgað heldur eru brotin m.v. upplýsingar frá embættinu alvarlegri og á það m.a. við um ofbeldisbrot, kynferðisbrot og heimilisofbeldi, auk þess sem ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur aukist. Bæjarstjórn skorar því á ríkisvaldið að tryggja tafarlausar úrbætur í mönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra.