Barnaverndarþjónusta - samningur við Þingeyinga

Málsnúmer 2024030466

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1383. fundur - 13.03.2024

Lögð fram til kynningar drög að samningi um barnaverndarþjónustu við fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslu.

Velferðarráð - 1384. fundur - 27.03.2024

Lögð fram drög að samningi um barnaverndarþjónustu við fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3544. fundur - 16.04.2024

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsetri 27. mars 2024:

Lögð fram drög að samningi um barnaverndarþjónustu við fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjórn - 3545. fundur - 07.05.2024

Lagður fram til síðari umræðu og samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu við Langanesbyggð, Norðurþing, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 27. mars 2024 og var fyrri umræða um samninginn í bæjarstjórn 16. apríl 2024, en þá var samningnum vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda samninginn til staðfestingar ráðherra.