Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023

Málsnúmer 2023090474

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3819. fundur - 14.09.2023

Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3533. fundur - 19.09.2023

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. september 2023:

Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti.
Bæjarstjórn staðfestir árshlutauppgjörið með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3843. fundur - 04.04.2024

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Davíð Búi Halldórsson frá endurskoðendum bæjarins Enor ehf. sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3544. fundur - 16.04.2024

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. apríl 2024:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Davíð Búi Halldórsson frá endurskoðendum bæjarins Enor ehf. sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2023 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er áhyggjuefni að A-hluti Akureyrarbæjar sé rekinn með 454 m.kr. tapi. Þá veldur það vonbrigðum að rekstrargjöld aukist hlutfallslega á milli ára umfram rekstrartekjur, þrátt fyrir stórauknar tekjur. Það er lykilatriði í rekstri bæjarins að verja grunnstoðir í rekstri bæjarins, en sérstaklega nauðsynlegt er að verja félagsþjónustuna og tryggja rekstur skólakerfisins með sæmandi hætti. Þá eiga bæjarbúar rétt á að vera upplýstir um raunverulega rekstrarniðurstöðu í stað þess að ársreikningur Akureyrarbæjar sé notaður í markaðs- og ímyndarherferð sem sendi villandi skilaboð til samfélagsins.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Það er full ástæða til að fylgjast vel með þróun fjármála sveitarfélagsins og sýna varkárni í útgjöldum, enda hlutverk okkar að viðhalda stöðugleika og vinna okkur nær sjálfbærri fjármálastjórnun. Útgjöld í A-hluta hafa hækkað meira milli ára en tekjur og niðurstaðan fyrir fjármagnsliði er rúmum 400 milljónum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miðað við þær framkvæmdir sem fyrirhugað er að ráðast í, og ef ekkert verður gert til að draga úr útgjöldum, þá er viðbúið að halli á rekstri A-hluta muni aukast á næstu árum. Því er raunveruleg hætta á að við fjarlægjumst fremur en nálgumst markmið okkar um að ná sjálfbærni í rekstri. Að endingu hefði þurft að kynna betur breytingar á reikningsskilaaðferðum Norðurorku, bæði gagnvart bæjarfulltrúum og eins í almennri upplýsingagjöf til íbúa þegar ársreikningur sveitarfélagsins var gerður opinber.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Liður 1 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 16. apríl 2024:

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. apríl 2024:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Davíð Búi Halldórsson frá endurskoðendum bæjarins Enor ehf. sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2023 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er áhyggjuefni að A-hluti Akureyrarbæjar sé rekinn með 454 m.kr. tapi. Þá veldur það vonbrigðum að rekstrargjöld aukist hlutfallslega á milli ára umfram rekstrartekjur, þrátt fyrir stórauknar tekjur. Það er lykilatriði í rekstri bæjarins að verja grunnstoðir í rekstri bæjarins, en sérstaklega nauðsynlegt er að verja félagsþjónustuna og tryggja rekstur skólakerfisins með sæmandi hætti. Þá eiga bæjarbúar rétt á að vera upplýstir um raunverulega rekstrarniðurstöðu í stað þess að ársreikningur Akureyrarbæjar sé notaður í markaðs- og ímyndarherferð sem sendi villandi skilaboð til samfélagsins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Það er full ástæða til að fylgjast vel með þróun fjármála sveitarfélagsins og sýna varkárni í útgjöldum, enda hlutverk okkar að viðhalda stöðugleika og vinna okkur nær sjálfbærri fjármálastjórnun. Útgjöld í A-hluta hafa hækkað meira milli ára en tekjur og niðurstaðan fyrir fjármagnsliði er rúmum 400 milljónum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miðað við þær framkvæmdir sem fyrirhugað er að ráðast í, og ef ekkert verður gert til að draga úr útgjöldum, þá er viðbúið að halli á rekstri A-hluta muni aukast á næstu árum. Því er raunveruleg hætta á að við fjarlægjumst fremur en nálgumst markmið okkar um að ná sjálfbærni í rekstri. Að endingu hefði þurft að kynna betur breytingar á reikningsskilaaðferðum Norðurorku, bæði gagnvart bæjarfulltrúum og eins í almennri upplýsingagjöf til íbúa þegar ársreikningur sveitarfélagsins var gerður opinber.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3545. fundur - 07.05.2024

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar.

Ásthildur Sturludóttir kynnti.
Ársreikningur Akureyrarbæjar er borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.