Nefndalaun - breytingar á reglum 2020

Málsnúmer 2020070390

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3691. fundur - 16.07.2020

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3701. fundur - 15.10.2020

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Í breytingunni felst að frá 1. janúar til 31. desember 2021 gildir ákvæði um tengingu við launavísitölu ekki. Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna lækka um 5% 1. janúar 2021 og taka ekki öðrum breytingum til loka árs 2021.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3481. fundur - 20.10.2020

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. október 2020:

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Í breytingunni felst að frá 1. janúar til 31. desember 2021 gildir ákvæði um tengingu við launavísitölu ekki. Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna lækka um 5% 1. janúar 2021 og taka ekki öðrum breytingum til loka árs 2021.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti breytingarnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.